Fékk sex mánuði á skilorði í kannabissúkkulaðimálinu

Málfríður Þorleifsdóttir fékk sex mánaða skilorðsbundin dóm fyrir að hafa …
Málfríður Þorleifsdóttir fékk sex mánaða skilorðsbundin dóm fyrir að hafa framleitt og selt kannabisolíu í lækningaskyni. Ljósmynd/Aðsend

„Ég er ekkert ósátt við dóminn, að sjálfsögðu ber ég ábyrgð á mínum gjörðum eins og annað fullorðið fólk,“ segir Málfríður Þorleifsdóttir, íslensk kona búsett í Danmörku sem í gær var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að „kannabissúkkulaðimálinu“, einu umtalaðasta fíkniefnamáli síðari tíma í Danmörku.

Saksóknari í málinu fór fram á þriggja ára fangelsi yfir Málfríði og fjórum öðrum sakborningum sem voru ákærð fyrir að hafa framleitt og selt kannabisolíu í lækningaskyni og m.a. komið olíunni fyrir í súkkulaðidropum. Aðkoma Málfríðar hófst þegar krabbameinssjúkur faðir hennar bað hana að útvega sér kannabisolíu til að lina þjáningar sínar. 

Fjallað er nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert