Ferðir féllu niður í dag

Flutningabíll Eimskips. Myndin er úr safni.
Flutningabíll Eimskips. Myndin er úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi

„Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Ólafur segir að bíllinn hafi endað á hjólunum og hvorki farmur né bíll hafi skemmst. „Blessunarlega urðu engin meiðsli né skemmdir.“

Hann segir að veðrið á Norður- og Austurlandi hafi verið til vandræða síðustu tvo daga en að í öðrum landsfjórðungum hafi ekkert komið upp á, jafnvel þótt þungfært hafi verið sums staðar.

Útlit er fyrir að veður gangi niður um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert