„Fólk er bara heima að sötra kakó“

Björgunarsveitarfólk að störfum í Eyjafirði í dag.
Björgunarsveitarfólk að störfum í Eyjafirði í dag. Landsbjörg/Óðinn Sigurðsson

Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið.

Björgunarsveitir á Akureyri höfðu í nógu að snúast fyrripart dags við að draga bíla sem sátu fastir en Davíð segir að þeim verkefnum hafi lokið síðdegis. Einn bíll var sóttur upp á Öxnadalsheiði, þar sem hann sat fastur, á sjöunda tímanum. Þar voru á ferð ferðamenn sem ekki virtu lokanir.

Björgunarsveitir á Djúpavogi og í Vestmannaeyjum sinntu litlum útköllum vegna þakplatna síðdegis en það voru smávægileg verkefni að sögn Davíðs. Þá var bílaleigubíll sóttur við Hrauneyjar. „Fólk er bara heima að sötra kakó,“ segir Davíð Már léttur í bragði. Verkefni dagsins hafi verið fljótuninn og í raun smávægileg.

Hann segir þó að björgunarsveitarfólk viti af veðrinu og sé reiðubúið í útköll, ef þau verða einhver. „Ef fólk heldur sig áfram heima vinnst þetta vel,“ segir hann.

Bátur losnaði frá bryggju við Eyjafjörð í dag.
Bátur losnaði frá bryggju við Eyjafjörð í dag. Landsbjörg/Óðinn Sigurðsson
Mjög blint hefur verið á köflum víða á landinu í …
Mjög blint hefur verið á köflum víða á landinu í dag. Þessi mynd var tekin í Eyjafirði í morgun. Landsbjörg/Óðinn Sigurðsson
Björguarsveitin Súlur á Akureyri hafði í nógu að snúast í …
Björguarsveitin Súlur á Akureyri hafði í nógu að snúast í morgun. Hér er björgunarsveitarbíll á kafi í snjó. Landsbjörg/Ástþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert