Greiddu offituaðgerð

Talsvert er um að fólk sæki um til stéttarfélaga sinna …
Talsvert er um að fólk sæki um til stéttarfélaga sinna að taka þátt í kostnaði við offitu- eða efnaskiptaaðgerðir. Ljósmynd/Klíníkin

Dæmi eru um að stéttarfélög hafi tekið þátt í kostnaði félagsmanna sinna við offituaðgerðir sem gerðar eru á einkareknum stofum. Verkfræðingafélag Íslands hefur greitt 2/3 af kostnaði tveggja félagsmanna við slíkar aðgerðir og frá sjúkrasjóðum tveggja stórra stéttarfélaga fengust þær upplýsingar að talsvert væri um beiðnir um greiðsluþátttöku í þessum aðgerðum.

Aðalsteinn Arnarson skurðlæknir gerir offituaðgerðir, sem einnig eru kallaðar efnaskiptaaðgerðir, á Landspítala og á heilsumiðstöðinni Klíníkinni. Hann segir, í samtali við Morgunblaðið í dag, að flestir sem fari í þessar aðgerðir séu með efnaskiptasjúkdóma á borð við sykursýki 2 sem læknist við aðgerðina.

Ekki hafi verið gerðar rannsóknir hér á landi á þjóðhagslegum ávinningi offitu- eða efnaskiptaaðgerða en erlendar rannsóknir sýni að aðgerðirnar borgi sig upp á tveimur árum þegar litið sé til kostnaðar við niðurgreiðslu lyfja- og lækniskostnaðar. Hann segir að á Landspítala sé fullur hugur á að fjölga þeim en það sé erfitt í framkvæmd vegna takmarkaðs aðgengis að skurðstofum og leguplássum. Samanlagður biðtími eftir aðgerðunum sé þar tvö til þrjú ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert