Lýsi og Bæjarins bestu á jólamarkaði

Íslensku jólaþorpi hefur verið slegið upp inni á markaðinum, þar …
Íslensku jólaþorpi hefur verið slegið upp inni á markaðinum, þar sem íslensk fyrirtæki kynna vörur sínar fyrir gestum og gangandi. Ljósmynd/Íslandsstofa

Ísland er heiðursgestur á árlegum jólamarkaði borgarinnar Strassborg í Frakklandi. Markaðurinn er bæði einn sá stærsti og jafnframt sá elsti sinnar tegundar í Evrópu, en þangað sækja að jafnaði um tvær milljónir gesta að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Íslandsstofu.

Var fyrsti jólamarkaðurinn í borginni haldinn árið 1570 og er markaðurinn því með elstu jólamörkuðum í heimi.

Það eru Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Frakklandi sem standa fyrir landkynningarverkefni í tengslum við þátttöku Íslands á markaðnum með það að markmiði að kynna íslenskar vörur, mat og menningu. Hefur verið slegið upp íslensku jólaþorpi inni á markaðinum, þar sem íslensk fyrirtæki kynna vörur sínar fyrir gestum og gangandi.

Þau íslensku fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu eru Bæjarins Bestu, Hekla Ísland, Handprjónasambandið, Heilsukokkur, Ice-Co, Ice Wear, Iceland Treasures, Lýsi, Reykjavík Distillery, Skinboss og Urð.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun standa fyrir fjölmörgum menningarviðburðum þann rúma mánuð sem markaðurinn stendur yfir og hefst íslenska dagskráin með opnunartónleikum í dómkirkjunni 25. nóvember þar sem messó sópran söngkonan Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og söngvaskáldið Svavar Knútur stíga á stokk og syngja vel valin jólalög.

Þau íslensku fyrirtækin sem taka þátt í jólamarkaðinum í Strassborg …
Þau íslensku fyrirtækin sem taka þátt í jólamarkaðinum í Strassborg eru Bæjarins Bestu, Hekla Ísland, Handprjónasambandið, Heilsukokkur, Ice-Co, Ice Wear, Iceland Treasures, Lýsi, Reykjavík Distillery, Skinboss og Urð. Ljósmynd/Íslandsstofa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert