Mál Aldísar verður endurflutt

Aldís Hilmarsdóttir.
Aldís Hilmarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Endurflytja þarf mál Aldísar Hilmarsdóttur gegn ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Ástæðan er sú að dómur hefur ekki verið kveðinn upp í málinu átta vikum eftir að aðalmeðferð lauk.

Aldís er fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún stefndi íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um að færa hana til í starfi.

Samkvæmt heimildum mbl.is telst það vera eðlilegt að mál séu endurflutt eftir þennan tíma. Lögmenn munu koma sér saman um hvernig það verður gert.

Ólíklegt er að vitnin í málinu verði fengin aftur í réttarsalinn.

Í gær voru liðnar nákvæmlega átta vikur síðan aðalmeðferð í málinu lauk. 

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert