Rafmagn komst aftur á um eittleytið

Landsnet vinnur að greininingu á því hvað gerðist.
Landsnet vinnur að greininingu á því hvað gerðist. mbl.is/Rax

Rafmagn á Austurlandi var alls staðar komið á aftur um klukkan eitt í nótt en það byrjaði að fara af um einum og hálfum tíma fyrr.

Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets, var rafmagnslaust mjög víða á Austurlandi, bæði á Héraði, Egilsstöðum og í fjörðunum.

„Þetta var frekar víðtækt. Það er búið að vera vitlaust veður á svæðinu og við erum núna að greina hvað gerðist.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert