Sagðist bara þurfa að fá að ríða henni

Óvelkomin snerting,grip eða þukl. er dæmi um kynbundna áreitni.
Óvelkomin snerting,grip eða þukl. er dæmi um kynbundna áreitni.

Nauðgunarhótanir og margskonar áreitni, sem oft er tengd einhvers konar samkomum, er meðal þess sem er að finna í sögunum 136 sem birtar hafa verið í lokuðum hópi stjórnmálakvenna á Facebook.

Hópurinn sendi í dag frá sér sögurnar ásamt yfirlýsingu á fimmta hundrað stjórn­mála­kvenna, sem krefjast þess að karl­ar taki ábyrgð og stjórn­mála­flokk­ar taki af festu á stöðu mála varðandi kyn­ferðisof­beldi og áreitni í ís­lensk­um stjórn­mál­um.

Biðu grófar nauðgunarhótanir

Ein stjórnmálakvennanna deilir viðbrögðum sem hún fékk eftir að hafa talað fyrir því að borgarstjórn ályktaði gegn klámráðstefnu sem var fyrirhuguð  á landinu á vegum erlendra aðila.

„Þverpólitísk samstaða náðist en þegar ég kom heim biðu mín grófar nauðgunarhótanir sem lögreglan m.a. rakti í tölvu starfsmanna á líkamsræktastöð, engin leið var að finna út hver bæri ábyrgð á þessu. Næstu mánuði var ég extra vör um mig enda bjó ég á jarðhæð og var oft ein heima með lítið barn. Ég lét eins og þetta hefði ekki haft áhrif á mig út á við en mér stóð ekki á sama og hugsaði mig tvisvar um áður en ég fór í umdeild mál.“  

Var króuð af í lyftunni

Önnur greinir frá kynnum sínum af stjórnmálamanni á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Á fimmtudeginum var fengið sér öl; mikil gleði í mannskapnum. Ég þarf að fara upp á hótelherbergi; fer í lyftuna - stjórnmálamaðurinn hoppar inn í lyftuna. Við spjöllum, hann lætur mig vita að honum þykir ég sexí, króar mig af í lyftunni, strýkur upp kjólinn, endar á brjóstinu og ég frosin þegar hann rekur upp í mig tunguna. Lyftan stoppar og hann biður mig að koma með inn á hæðina því hann þurfi bara að fá að ríða mér - ég sé búin að stríða honum nógu lengi.“ 

Steinunn Valdís Óskarsdóttir deilir einnig sinni reynslu og segir sögur sínar skipta tugum „af alls kyns hótunum, áreitni og niðrandi og kvenfjandsamlegum ummælum. Geiri heitinn í Goldfinger hvatti til að karlar tækju sig saman og nauðguðu mér auk þess sem hann hvatti til mótmæla við heimili mitt. Vegna baráttu gegn súlustöðum í Reykjavík sat ég undir alls kyns hótunum frá „hagsmunaaðilum“ o.fl. o.fl.“

Mikið var skrifað um þessi ummæli Gillz á sínum tíma í minn garð og fannst sumum þetta mjög fyndið.
„Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður. Steinunn er portkonan sem vildi breyta orðinu ráðherra í ráðfrú fyrir konur. Steinunn þarf lim og það strax. Á hana Steinunni Valdísi dugar ekkert annað en lágmark tveir harðir og munu Buka og Yao taka þetta verkefni að sér. Gefa þessum leiðindarauðsokkum einn granítharðan.“

Lagði höfuðið upp að brjóstunum

Ein deilir reynslu sinni af þingmanni í ferð utan landsteinanna. „Þingmaðurinn  [...] horfði á barminn minn og sagðist alveg vilja leggja sig þarna á milli ... klukkutíma síðar var ég að koma af barnum og hann gekk við hlið mér og lagðist upp að hlið mér með höfuð og lagði það á brjóstunum mínum og stundi; leit svo á mig og sagði með hvolpaaugum ---- kunningi minn kom aðvífandi og bað um að tala við mig ... ég gekk út stuttu síðar.“

Nokkrar frásagnanna vísa einnig í fyrrverandi formenn stjórnmálaflokka.

„Var á barnum, formaðurinn þáverandi kom aftan að mér, strauk rassinn á mér. Ég brosti og gekk í burtu - hann elti mig að salerninu og spurði hvort hann ætti ekki að koma inn. Ég hló, var vandræðaleg en sagði nei. Þetta var ekki í fyrsta né síðasta skiptið sem þetta gerðist.“

Stakk tungunni upp í hana

Embættismenn borgarinnar virðast heldur ekki saklausir og segja nokkrar kvennanna frá áreitni af hálfu þeirra eða fjandsamlegri hegðun í kjölfar þess að þær hlýddu ekki. Einn slíkur atburður átti sér stað á jólagleði nefndar á vegum borgarinnar, sem stjórnmálakonan sem frá segir átti sæti í.

„Sest annar yfirmanna stofnunarinnar (stór og stæðilegur karlmaður) við hlið mér í sófa og við ræðum um málefni stofnunarinnar. Allt í einu setur hann höndina utan um mig, dregur mig að sér og stingur tungunni upp í mig. Ég beit hann í tunguna og spurði hvern andskotann hann hefði verið að gera. Hann kunni ekki að skammast sín heldur tuðaði eh um að ég kynni ekki gott að meta. Sem betur fer losaði borgin sig við hann stuttu siðar - með skipulagsbreytingu.“

Hópferð sveitastjórnarfólks þar sem gist var á hóteli varð þá einum bæjarstjóra tilefni til að áreita stjórnmálakonu.

„Það var farið út að borða og eftir matinn fékk fólk sér drykk og bæjarstjóri í nálægu sveitarfélagi sem ég þekki ekki neitt stakk upp á að við færum saman upp á herbergi. Þegar ég neitaði setti hann upp fýlusvip og sagðist aldrei hafa fengið neitun áður. Ég yrði bara að sofa hjá honum. Margir karlar voru við borið en því miður engin kona sem var nógu nálægt til að heyra. Enginn sagði neitt. Ég flýtti mér upp á herbergi þegar á hótelið var komið, skömmu síðar var bankað á hurðina. Ég opnaði ekki og ekki í hin tvö skiptin sem bankað var. Ég hins vegar svaf ekkert og var ekki í neinu formi fyrir pólitískar umræður daginn eftir þar sem orkan fór í að forðast hann og svo skammaðist ég mín, skil það ekki núna “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Katrín í París

09:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er komin til Parísar þar sem hún mun sækja leiðtogafund um loftlagsmál sem fram fer í dag. Meira »

Hafnar tillögum jólagjafaráðs

09:15 Jólasveinninn Stekkjastaur ætlar ekki að fara að tillögum sérstaks jólagjafraráðs jólasveinanna fyrir þessi jól. Síðustu áratugi hefur myndast sú hefð að skipað sér þriggja sveina ráð sem sér um að álykta um æskilegar gjafir í skóinn, en mikillar óánægju hefur gætt meðal jólasveinanna með störf ráðsins í ár. Meira »

Löggutíst á laugardag

08:58 Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað „Löggutíst” fer fram á laugardaginn, að því er segir í fréttatilkynningu frá þremur lögregluembættum. Meira »

Snjókoma á Hellisheiði

08:55 Snjókoma er á Hellisheiði og eins á Mosfellsheiði og á Þingvallasvæðinu. Krapi eða snjóþekja er m.a. á Hellisheiði, Lyngdalsheiði og við Þingvelli en á Suðurlandi eru þó víðast hvar aðeins hálkublettir eða jafnvel alveg greiðfært. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en flughált í sunnanverðum Hvalfirði. Meira »

Hægir á sigi í katlinum

08:35 Úrvinnsla mælinga úr flugferð vísindamanna yfir Öræfajökul í gær benda til þess að mjög hafi hægt á sigi í katlinum. Sigketillinn í öskju eldstöðvarinnar hefur dýpkað um 2-3 metra frá síðasta flugi sem var fyrir nærri tveimur vikum. Meira »

Hjólar hringinn í vetrarfæri

08:25 Frakkann Jean-yves Petit er nú er á tæplega tveggja mánaða hjólaferð umhverfis landið. Hann segir náttúrufegurðina mikla á þessum árstíma og þess virði að leggja svona vetrarferð á sig þrátt fyrir að vindur og kuldi taki aðeins á. Meira »

Styrkur svifryks tvisvar yfir mörk

07:57 Samspil aukinnar umferðar, nagladekkja og froststilla hefur gert það að verkum að styrkur svifryks hefur tvisvar síðustu daga farið yfir sólarhrings heilsuverndarmörk við Grensásveg í Reykjavík. Meira »

Mikil lækkun á verði notaðra bíla

08:18 Verð á notuðum bílum hefur lækkað um nærri 20% á síðasta misserinu eða svo og í sumum tilvikum mun meira. Þar ræður meðal annars sterkt gengi krónunnar sem leiðir af sér lægra verð á nýjum bílum. Það hefur heildstæð áhrif á öllum markaðnum. Meira »

Pípulagnirnar freista iðnnema

07:37 Ágæt aðsókn hefur að undanförnu verið í nám pípulögum og alls um 25 manns útskrifast frá Tækniskólanum með sveinspróf í greininni á þessu ári. Það er svipaður fjöldi og verið hefur mörg undanfarin ár. Meira »

Varað við mikilli hálku

06:57 Varað er við lúmskri hálku á gangstéttum og í húsagötum í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Byrjað er að salta, en fyrst eru teknar allar aðalleiðir, strætóleiðir og tengileiðir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Andlát: Jóhannes Kristjánsson

05:30 Jóhannes Kristjánsson bifvélavirkjameistari lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 2. desember. Hann var fæddur 25. nóvember 1921 og því nýorðinn 96 ára. Meira »

Lögblindur en fær ekki ný gleraugu

05:30 Lögblindur maður sem beitti sér fyrir því að fengin yrði til landsins ný gerð af gleraugum hefur ekki fengið að prófa þau, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni og loforð þar um. Meira »

Veltan 63% meiri en 2015

05:30 Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi var um 188 milljarðar króna fyrstu átta mánuði ársins. Það er rúmlega 63% aukning frá 2015 og samsvarar 542 þúsund á hvern landsmann. Meira »

Aldrei fleiri gestir með skipum

05:30 Útlit er fyrir að vertíð skemmtiferðaskipa í Reykjavík á næsta ári verði sú umfangsmesta frá upphafi. Alls er gert ráð fyrir því að hingað komi 68 skip, sem er einu færra en í ár, en farþegar verða umtalsvert fleiri. Meira »

Unnu hundasýningu erlendis

05:30 Íslenska landsliðið í ungum sýnendum hunda varð um helgina Norðurlandameistari í liðakeppni og Berglind Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari í einstaklingskeppni ungra sýnenda. Meira »

Fjölnota íþróttahús byggt í Garðabæ

05:30 Bygging Urriðaholtsskóla er stærsta einstaka framkvæmdin á vegum Garðabæjar á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið. Alls verður varið 1.875 milljónum til framkvæmda á árinu. Meira »

Fá ekki að reisa vinnubúðir í Mosó

05:30 Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur hafnað beiðni Somos ehf. um að fá að reisa starfsmannabúðir fyrir erlenda starfsmenn á Leirvogstungumelum. Þykir slík starfsemi ekki samræmast gildandi deiliskipulagi á svæðinu. Meira »

Raðhúsahverfi rís í Reykjanesbæ

05:30 Bygging fyrstu 20 raðhúsanna af alls 50 sem verktakafyrirtækið Stöngull ehf. hyggst reisa við Lerkidal í Reykjanesbæ stendur nú yfir. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nem...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...