Símalaus sunnudagur Barnaheilla

Símanotkun getur haft áhrif á samskipti innan fjölskyldna
Símanotkun getur haft áhrif á samskipti innan fjölskyldna mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Með símalausum sunnudegi erum við að vekja athygli á því hversu stór hluti símarnir eru orðnir af lífi okkar. Við eyðum oft dýrmætum tíma fjölskyldunnar með símann á lofti.“

ÞEtta segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla í Morgunblaðinu í dag, en samtökin hafa boðað til átaksins, Símalaus sunnudagur næstkomandi sunnudag. Erna segir símalausan föstudag hafa verið haldinn í Bretlandi af Safe the children í fyrra og tekist vel.

„Við ákváðum að einbeita okkur að símanum í þetta skipti og hvetja fólk til þess að setja símann ofan í skúffu frá því kl. 9.00 til 21.00. Við hvetjum fjölskyldur til þess að gera eitthvað skemmtilegt saman á sunnudaginn. Njóta samverustundanna og sleppa öllum myndatökum.“

Erna segist finna það að ungt fólk sé farið að velta of mikilli símanotkun fyrir sér og margir orðnir hugsi yfir hversu mikið þeir nota símann.

„Það er tækifæri til þess á sunnudaginn að leggja frá sér símann í einn dag og sleppa því að kíkja á netið,“ segir Erna og bætir við að um kl. 14.00 í gær hafi 1.500 skráð sig í áskorunina á fésbókarsíðu Barnaheilla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert