Skautasvellið á Ingólfstorgi opnað 1. des

Margir fóru á skautasvellið á Ingólfstorgi um síðustu jól.
Margir fóru á skautasvellið á Ingólfstorgi um síðustu jól. mbl.is/Eggert

Skautasvell Nova á Ingólfstorgi verður opnað klukkan 19 hinn 1. desember. Opið verður alla daga til og með 23. desember frá klukkan 12:00-22:00 en svellið er samstarfsverkefni Nova, Reykjavíkurborgar og Samsung. 

Yfir svellinu verða tvö ljósaþök með alls 100.000 ljósaperum en í fyrra voru ljósaperurnar 40.000. Jólaþorp mun umlykja svellið, tónlist mun hljóma og gestir geta keypt sér mat, drykk og annað góðgæti. 

Frítt verður inn á svellið fyrir þá sem koma með eigin búnað en þeir gestir sem leigja hjálma og skauta greiða kr. 990 fyrir klukkustundina (790 kr. ef greitt er með AUR-appi). Börn og byrjendur geta einnig leigt skautagrind til að koma sér af stað og kostar slík kr. 990 fyrir klukkustundina.

Öll fjölskyldan á svellið á aðventunni.
Öll fjölskyldan á svellið á aðventunni. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert