Umdeildur sjónvarpsdoktor

Dr. Phil hefur verið kærður nokkrum sinnum fyrir villandi og …
Dr. Phil hefur verið kærður nokkrum sinnum fyrir villandi og glannalega umfjöllun í þáttum sínum og ærumeiðingar. Ljósmynd/Youtube

Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um árabil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta „besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum misdjúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þáttarins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“.

Hann virðist með allt á hreinu. Á hverjum degi fær hann til sín í sjónvarpssal fólk sem glímir við „venjuleg“ eða mjög „óvenjuleg“ vandamál í einkalífi sínu, fær það til að opinbera vandamálin og leggur svo á ráðin við lausn þeirra.
En er Dr. Phil kannski ekki með allt á hreinu? Sumir gagnrýnendur segja hann í besta falli eldhúskrókasálfræðing sem veitir einfeldnislegar lausnir við flóknum sálrænum og félagslegum vandamálum, niðurlægi fólk og upphefji sjálfan sig með óábyrgum hætti, aðeins til að auka áhorf á þættina.

McGraw, sem nú er 67 ára að aldri, er vissulega með þrjár gráður í sálfræði, BA, MA og doktorspróf. Doktorsritgerðin fjallaði um hvernig klínísk sálfræði geti orðið gigtarsjúklingum að liði.

Sjá umfjöllun um Phil McGraw í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert