Fæðingum á landsvísu hefur fækkað

Unnur Dögg Ómarsdóttir með nýfæddan son sinn á fæðingardeild Lanspítalans …
Unnur Dögg Ómarsdóttir með nýfæddan son sinn á fæðingardeild Lanspítalans í gær mbl.is/Árni Sæberg

Samkvæmt upplýsingum frá fæðingardeildum stærstu sjúkrahúsa á landinu hefur fæðingum eilítið fækkað á milli ára. Á þessu ári hafa fæðingar verið um 3.340 talsins en voru um 3.360 á sama tíma í fyrra.

Á Landspítalanum stendur tíðnin nánast í stað en á landsbyggðinni hefur fæðingum yfirleitt fækkað. Undantekningar eru þó Suðurland og Suðurnes, þar hefur fæðingum fjölgað á milli ára.

Miðað við fyrstu tíu mánuði þessa árs hefur örlítil fjölgun orðið hjá Landspítalanum, eða 2.509 fæðingar í ár borið saman við 2.506 fæðingar fyrstu tíu mánuðina 2016. Keisaraskurðir hafa verið 468 í ár, 4% fleiri en á sama tíma í fyrra. Tvíburafæðingum hefur fækkað verulega, eða um 26%, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert