Jón Gnarr áreittur í leigubíl

Jón Gnarr er með þátt á Rás 2 á laugardögum.
Jón Gnarr er með þátt á Rás 2 á laugardögum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Er Jón Gnarr vann sem leigubílstjóri fyrir mörgum árum var hann áreittur kynferðislega af konu sem sat í aftursætinu. Jón sagði frá þessu í þætti sínum Sirkus Jóns Gnarr á Rás 2 í dag.

Jón sagði nokkuð um liðið frá því að atvikið átti sér stað. Konan hefði komið inn í bílinn og ekki verið viss hvert hún vildi fara. Hann hafi því ekið með hana um borgina. Konan hafi tekið utan um hann þar sem hún sat í aftursætinu og sett hendur sínar undir peysuna hjá honum. Hann hafi ákveðið beðið hana að hætta og spurði konan þá hvort hann væri ekki karlmaður.

Konan hafi svo beðið hann að aka upp í Öskjuhlíð. Því hafi hann neitað.

Hér getur þú hlustað á þátt Jóns Gnarr en hann sagði frá atvikinu er hann ræddi við gest þáttarins, Heiðu Kristínu Helgadóttur. Jón og Heiða ræddu m.a. um opinberanir á kynferðislegri áreitni og ofbeldi síðustu daga og vikna og Heiða lýsti því hvernig það var að hefja feril í stjórnmálum og hvernig það var að vinna við hlið Jóns Gnarr er hann var borgarstjóri.

Jón tók fram að hann teldi að konur yrðu mun oftar fyrir kynferðislegri áreitni en karlar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert