Kosið um nýja forystu Bjartrar framtíðar

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur ein tilkynnt um framboð til formanns …
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur ein tilkynnt um framboð til formanns flokksins. mbl.is/Styrmir Kári

Kosið verður um nýja forystu hjá Bjartri framtíð í dag á aukaráðsfundi flokksins sem fram fer á Hótel Cabin. Kosið verður um embætti formanns flokksins og stjórnarformanns, en um síðustu mánaðamót hætti Óttarr Proppé sem hafði verið formaður flokksins og Guðlaug Kristjánsdóttir sem var stjórnarformaður.

Framboðsfrestur er fram að upphafi fundar klukkan 11, en eitt framboð hefur borist í embætti formanns flokksins og er það Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. Þá hefur Nichole Leigh Mosty boðið sig fram í embætti stjórnarformanns.

Búast má við að úrslit úr kosningunni liggi fyrir á fjórða tímanum síðdegis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert