Tilboð í eignir á Laugum of lágt

Mikill húsakostur er á Laugum í Sælingsdal. Hugsanlegur kaupandi vill …
Mikill húsakostur er á Laugum í Sælingsdal. Hugsanlegur kaupandi vill reka hótel allt árið. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt að gera fyrirtæki sem lagt hefur fram tilboð í allar eignir sveitarfélagsins á Laugum í Sælingsdal gagntilboð.

Í samþykkt sveitarstjórnar felst að eignin verður auglýst aftur og er gagntilboðið gert með þeim fyrirvara að ekki berist hærra tilboð á gildistíma þess.

Dalabyggð á miklar eignir á Laugum þar sem áður var rekinn grunnskóli. Þar eru skólahús, heimavistir, íþróttahús, sundlaug og fjögur íbúðarhús auk hótelálmu með 20 herbergjum sem er áföst skólahúsinu. Þar hefur verið rekið sumarhótel og ungmennabúðir á vetrum.

Sveitarstjórn ákvað að selja eignirnar á síðasta ári og hófst söluferlið síðla árs. Eitt tilboð hefur komið til kasta sveitarstjórnar. Sveinn Pálsson segir að sveitarstjórn lítist ljómandi vel á tilboðsgjafann og áform hans um uppbyggingu en tilboðið sé talið of lágt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert