Baldur frá í allt að fjórar vikur

Baldur er fjörutíu ára gamalt skip.
Baldur er fjörutíu ára gamalt skip. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Breiðafjarðarferjan Baldur hefur ekki verið í siglingum síðan í byrjun síðustu viku vegna vélarbilunar. Viðgerðin mun taka tvær til þrjár vikur til viðbótar.

„Við erum bara að bíða. Það er ekkert annað hægt að gera,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. „Sæferðir segja að ekki sé hægt að útvega skip í svo skamman tíma.“

„Þetta er mjög alvarlegt fyrir fiskflutning frá svæðinu sem og annan afurðaflutning til og frá svæðinu,“ segir Ásthildur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert