Kona datt í Ingólfsfjalli

mbl.is/Eggert

Björgunarsveit var kölluð út um þrjúleytið í dag eftir að kona sem hafði verið á gangi í Ingólfsfjalli datt.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig send á vettvang og flutti hún konuna á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 

Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi datt konan ofarlega í fjallinu og flutti björgunarsveit hana niður fjallið. 

Konan mun ekki vera alvarlega slösuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert