Mál Aldísar endurflutt í lok vikunnar

Aldís Hilmarsdóttir.
Aldís Hilmarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Mál Aldísar Hilmarsdóttir verður að öllum líkindum endurflutt í lok þessarar viku. Verði það gert verður dómur kveðinn upp í málinu síðar í desember.

Þetta segir Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari í svari við fyrirspurn mbl.is.

Ástæðan fyrir endurflutningnum er sú að dóm­ur hef­ur ekki verið kveðinn upp í mál­inu átta vik­um eft­ir að aðalmeðferð lauk.

Aldís er fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún stefndi íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um að færa hana til í starfi.

Arnfríður segir endurflutning á málinu nauðsynlegan þegar tafir hafi orðið á dómsuppsögu en ástæðan fyrir þeim er annir dómarans í embætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert