Með áhyggjur af stuttum viðbragðstíma

Frá fundinum í Hofgarði í kvöld
Frá fundinum í Hofgarði í kvöld Ljósmynd/Aðsend

Á annað hundrað manns mættu á íbúafund sem var haldinn í Hofgarði í Öræfum vegna Öræfajökuls. Vísindamenn fóru yfir stöðuna og Lögreglan á Suðurlandi kynnti vinnu vegna neyðarrýmingaráætlunar sem var gefin út fyrir helgi.

Óvissustig er í gildi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli síðustu daga.

Öræfajökull.
Öræfajökull. mbl.is/RAX

Að sögn Rögnvalds Ólafssonar, verkefnastjóra hjá almannavörnum, var einnig kynnt vinna sem er framundan varðandi hina hefðbundnu rýmingaráætlun og mikilvægi góðrar samvinnu á milli viðbragðsaðila á svæðinu og heimamanna.

Jafnframt var kynnt rafræn könnun sem lögreglan ætlar að senda íbúum á svæðinu á næstunni þar sem spurt verður út í hvernig útvarpssendingar eru á þeirra heimili, símasamband og fleira í þeim dúr.

Niðurstaðan verður notuð til að hjálpa til við gerð rýmingar-  og viðbragðsáætlunar.  

Ljósmynd/Aðsend

Rögnvaldur segir að engar stórar athugasemdir hafi verið gerðar við neyðarrýmingaráætlunina. „Það var almenn sátt um það. Fólk sýndi því skilning að svona plan þurfi að vera til og það er mjög ánægt með að það hafi verið farið  í þessa vinnu,” segir hann.

„Fólk hefur áhyggjur af þessum stutta viðbragðstíma sem er frá gosi og þangað til mögulegt flóð getur látið á sér kræla. Það eru mjög eðlilegar áhyggjur en það sem við viljum hnykkja á oft og reglulega að með neyðarrýmingarplanið, það eru allar líkur á því og allt sem segir okkur í sjálfu sér, bæði varðandi söguna og jarðfræði almennt, að við eigum að fá fyrirvara,” segir hann og nefnir jarðskjálfta sem dæmi.

Að sögn Rögnvalds er verið að setja upp fleiri mæla sem eiga að mæla jarðskjálftavirkni í kringum Öræfajökul. Veðurstofa Íslands hefur einnig óskað eftir fjárveitingu fyrir fleiri mælum. Vöktun svæðisins mun því aukast verulega frá því sem verið hefur.

Ljósmynd/Aðsend

Lögreglan verður áfram með vakt á svæðinu og hún verður tengiliður við íbúana. Jafnvel mun lögreglan heimsækja hvern bæ á svæðinu til að fara yfir málin með fólkinu.

Ábendingar komu fram á fundinum í kvöld um að símasamband væri gloppótt sums staðar. Það er eitt af því Póst- og fjarskiptastofnun er að skoða. Rögnvaldur segir að rafræna könnunin muni hjálpa til við sjá hvernig sambandið er á mismunandi stöðum.

Fleiri fundir framundan 

Rögnvaldur segir viðbúið að fleiri fundnir verði haldnir á næstunni. Þegar hefur verið ákveðið að halda tvo fundi, báða með ferðaþjónustuaðilum. Fyrri fundurinn verður í Freysnesi í fyrramálið klukkan 9 og sá síðari á fimmtudaginn í Reykjavík með ferðaþjónustuaðilum sem gera út frá Reykjavík.

mbl.is

Innlent »

Laun lögmanna rædd í Hæstarétti

15:55 Laun og arðgreiðslur þeirra Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jónssonar komu til tals í málflutningi á áfrýjunarmálum þeirra gegn íslenska ríkinu vegna skipunar Landsréttardómara í Hæstarétti í morgun. Meira »

Seinkun vegna aðskotahlutar

15:52 Aðskotahlutur fór inn í hreyfil á flugvél WOW air er hún lenti í borginni Tel Aviv í Ísrael í morgun sem varð til þess að margra klukkustunda seinkun varð á næsta flugi þaðan til Íslands. Meira »

102 tilkynningar um innbrot

15:21 Tilkynningum um innbrot fjölgaði mikið í nóvember miðað við meðalfjölda undanfarinna mánaða og hefur innbrotum fjölgað töluvert síðustu mánuði. Alls bárust 102 tilkynningar um innbrot í nóvember. Meira »

Hvetja fyrirtæki að koma þessu í lag

14:54 „Í ljósi þessarar umræðu hvetjum við fyrirtækin okkar eindregið að koma þessum hlutum í lag ef þau hafa ekki gert það nú þegar,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um áhættumat, skriflega áætlun og til hvaða aðgerða verði gripið ef einelti, kynferðisleg og kynbundið áreitni og ofbeldi verður vart á vinnustöðum. Meira »

Enginn enn verið ráðinn

14:45 Væntanlega verður tekin ákvörðun um það á næstu dögum hver verði næsti ferðamálastjóri og taki við embættinu um áramótin en eins og mbl.is hefur fjallað um sóttu 23 um starfið og koma af þeim þrír til greina. Meira »

106 milljóna skattabrot á fimm árum

14:28 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meint skattabrot upp á samtals um 106 milljónir króna á árunum 2008 til 2012. Tengjast brotin fimm einkahlutafélögum sem maðurinn stýrði. Meira »

„Það hefur bara allt sinn tíma“

13:55 „Þetta er bara ákvörðun innan fjölskyldunnar að hætta núna,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, í samtali við mbl.is en tekin hefur verið ákvörðun um að loka gestastofunni á bænum um áramótin þar sem tekið hefur verið á móti miklum fjölda ferðamanna undanfarin sjö ár. Meira »

Stokka þarf framgangskerfið upp

14:01 Það dró jafnt og þétt úr kynbundnum mun á launum starfsfólks Háskóla Íslands á árabilinu 2010 til 2015. Hins vegar skilar framgangskerfið sér í hærri launum til karla, en kerfið þarnfast gagngerrar uppstokkunar sem taki mið af innbyggðri mismunun á öllum stigum stefnumótunar og kerfisbreytinga. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Meira »

Forrit um jólasveina fyrir illa áttaða foreldra

13:10 „Okkur fannst vanta áminningu um hvaða jólasveinn væri að koma til byggða,“ segir Hrönn Róbertsdóttir sem bjó til snjallforritið Jólasveinar með kærasta sínum Sölva Logasyni. Forritið greinir frá því hvaða jólasveinar koma til byggða fram að jólum. Meira »

Ákærður fyrir 12 milljóna skattabrot

13:09 Karlmaður um sextugt hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti upp á 11,8 milljónir á fjögurra ára tímabili frá 2008 til 2011. Meira »

Leysibendar eru ekki leikföng

12:47 Geislavarnir ríkisins árétta að leysibendar eru ekki leikföng og skora á foreldra og aðra aðstandendur að koma í veg fyrir að börn leiki sér með þá. Leysibendar geti valdið alvarlegum augnskaða á örstund sé geislanum beint að auga eins og dæmin sanna. Meira »

Málið á borði héraðssaksóknara

12:39 Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Braune, 44 ára gam­alli konu frá Lett­landi, lauk í síðustu viku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að héraðssaksóknari taki ákvörðun um það fljótlega hvort ákæra verði gefin út í málinu. Meira »

Full samstaða um fjárhagsáætlunina

11:46 Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2018-2022 var samþykkt með öllum atkvæðum bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi 5. desember. Fram kemur í fréttatilkynningu að þetta sé í fjórða sinn á kjörtímabilinu sem full samstaða sé um fjárhagsáætlun. Meira »

Tekur tíma að prufukeyra ný tæki

10:49 „Þegar ný tæki koma hérna inn þarf að fara yfir þau og prufukeyra og það tekur bara sinn tíma,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, í samtali við mbl.is. Meira »

Líður ekki vel á gömlum sjúkrabílum

10:21 Fyrir tveimur árum rann út samningur milli ríkisins og Rauða krossins um rekstur og viðhald sjúkrabíla landsins. „Við höfum miklar áhyggjur af því að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki endurnýjað samninginn. Ábyrgðin liggur þar,“ segir formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna. Meira »

Meira en mælanlegu hlutirnir

11:45 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ákvað fyrir ári að horfast í augu við hægari framgang í jafnréttismálum hjá Landsvirkjun en raun bar vitni. Hann segist fyrst og fremst stoltur af fyrirtækinu og því hversu víðtæk samstaða var að hafa málið á dagskrá. Meira »

„Óumflýjanlegt í smáu þjóðfélagi“

10:48 Kristján Þór Júlíusson, nýskipaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það sérstaklega ánægjulegt að vera trúað fyrir embættinu af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Tekur hann fram að óumflýjanlegt sé, í smáu þjóðfélagi, að stjórnmálamenn þekki marga, „sérstaklega þegar viðkomandi hafa búið í sama bæjarfélagi eða unnið í sama geira“. Meira »

Katrín í París

09:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er komin til Parísar þar sem hún mun sækja leiðtogafund um loftlagsmál sem fram fer í dag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Góður GMC Envoy SLT til sölu
Góður bíll til sölu.árgerð 2002 Sjálfskiptur, bensín, 6 cyl lína, 270 hestöfl, ...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Nagladekk 205/55x16
Til sölu 4. stk. Nagladekk 205/55x16 Upplýsingar í síma: 8935005...
VW TOUAREG
VW TOUAREG ÁRG. 2004, GYLLTUR, TVEIR EIGENDUR, LJÓST LEÐUR, V8 SJÁLFSK., EK. 142...
 
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...