„Met í pólitískri óákveðni“

Sigmundur Davíð Gunnlausson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlausson, formaður Miðflokksins. mbl.is/​Hari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þeir tveir valkostir sem flokkarnir sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum lögðu á borð fyrir stjórnarandstöðuna hljóti að vera „einhvers konar met í pólitískri óákveðni“.

Á Facebook-síðu sinni segir Sigmundur Davíð að vitað hafi verið að „Vinstri, hægri, snú stjórnin“, eins og hann kallar hana, ætlaði ekki að vera afgerandi í stórum málum. Hættan væri sú að hún vissi ekki í hvorn fótinn hún ætti að stíga.

„En að láta stjórnarandstöðuna ákveða fyrir sig hvort þau eigi að a) leggja fram eigið fjárlagafrumvarp eða b) fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar, hlýtur að vera einhvers konar met í pólitískri óákveðni,“ skrifar hann.

„Og var ekki búið að segja okkur að stjórnarmyndunarviðræður hefðu dregist m.a. vegna þess að verið væri að undirbúa fjárlagafrumvarp? Var þá átt við fjárlagafrumvarp ársins 2019?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert