Brýnt að bæta símasambandið

Öræfajökull úr lofti. Sigketillinn sést greinilega.
Öræfajökull úr lofti. Sigketillinn sést greinilega. mbl.is/RAX

Á milli fimmtíu og sextíu manns í ferðaþjónustu í Öræfasveit og nágrenni komu saman á fundi í Freysnesi í morgun. Dagskrá fundarins var með svipuðu sniði og á almennum íbúafundi sem haldinn var í gær, vísindamenn fóru yfir stöðuna í Öræfajökli og lögreglan á Suðurlandi kynnti vinnu vegna neyðarrým­ingaráætl­un­ar sem gef­in var út fyr­ir helgi.

„Þetta var sama yfirferð og við vorum með í gær. Svipaðar umræður, það var farið yfir framhaldið og komið á samvinnu og samstarfi með þessum aðilum,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Almannavörnum.

Hann sagði ferðaþjónustufólk á svæðinu hafa lýst nokkrum áhyggjum af fjölmiðlaumfjöllun um aukna jarðhitavirkni í Öræfajökli.

„Allar fréttir og öll umfjöllun um þetta hefur oft bein áhrif á starfsemina hjá þeim. Það er ekkert verið að hugsa endilega um íslensku fjölmiðlana því að okkar reynsla af þeim er yfirleitt mjög góð og fremur vandaður fréttaflutningur af þessu. Menn hafa nýtt sér það að það er greiður aðgangur að vísindamönnum og þeim sem eru hjá Almannavörnum til að fá réttar og sem bestar upplýsingar. Umfjöllun erlendra fjölmiðla er ekki alltaf jafn vönduð. Þeir eru ekki að eltast við smáatriði, þar sem þeirra lesendur vita ekki hvernig landið liggur hérna og þess háttar. Þetta er bara svipað og við höfum upplifað í öðrum atburðum hjá okkur,“ segir Rögnvaldur.

Ferðafólk á göngu í Öræfum.
Ferðafólk á göngu í Öræfum. mbl.is/RAX

Ferðaþjónustufólk hefur einnig lýst yfir áhyggjum af símasambandinu í nágrenni jökulsins, en ljóst er að það þarf að vera í góðu lagi ef til þess kemur að rýma þurfi svæðið. Þá verða send smáskilaboð í alla símana á svæðinu og mikilvægt er að þau rati rétta leið.

„Það er ekki alls staðar gott farsímasamband á svæðinu og það er vinna sem við erum búin að setja í gang með Póst- og fjarskiptastofnun. Ferðaþjónustufólk og íbúar fengu spurningalista með allskonar spurningum um svæðið, þar á meðal varðandi fjarskipti og fleira í þeim dúr, sem hjálpar okkur að stýra okkar fókus.“

Skilst að Vodafone séu lagðir af stað

Olga M. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaþjónustuklasans Ríki Vatnajökuls sótti fundinn og segir að öryggi bæði íbúa og ferðamanna á svæðinu skipti mestu máli. Í því samhengi sé símasambandið mikilvægt.

„Það er verið að tala um að laga símabandið strax, svo að allir geti fengið sms ef eitthvað gerist. Mér skilst að Vodafone séu bara lagðir af stað hingað og að það eigi að vera komið betra samband á morgun á allavega einhverjum svæðum,“ segir Olga í samtali við mbl.is.

GSM-samband innan samanlagðra dreifikerfa Símans, Nova og Vodafone í Öræfum ...
GSM-samband innan samanlagðra dreifikerfa Símans, Nova og Vodafone í Öræfum og nágrenni, eins og staðan var í apríl/maí á þessu ári. Fjólublár litur merkir símasamband. Ljósmynd/Skjáskot af vef Póst- og fjarskiptastofnunar

Hún staðfestir að umfjöllun fjölmiðla hafi komið aðeins til tals á fundinum. „Það var aðeins minnst á það að vera ekki með neinn æsifréttastíl á þessu. Það eru allir rólegir hér og öllum líður vel, en fólk vill náttúrlega vera upplýst.“

Fréttir í síðustu viku fældu einhverja frá svæðinu. „Það var aðeins um daginn, eftir frétt hjá Vísi, þá voru einhverjar afbókanir og einhverjar fyrirspurnir. Það er mikilvægt að koma upplýsingum á ensku til ferðamanna líka og mikilvægt að fjölmiðlar geri svolítið í því að upplýsa þá líka,“ segir Olga.

Á ensku: Frétt Iceland Monitor um neyðarrýmingaráætlun

mbl.is

Innlent »

Líður ekki vel á gömlum sjúkrabílum

10:21 Fyrir tveimur árum rann út samningur milli ríkisins og Rauða krossins um rekstur og viðhald sjúkrabíla landsins. „Við höfum miklar áhyggjur af því að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki endurnýjað samninginn. Ábyrgðin liggur þar,“ segir formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna. Meira »

Katrín í París

09:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er komin til Parísar þar sem hún mun sækja leiðtogafund um loftlagsmál sem fram fer í dag. Meira »

Hafnar tillögum jólagjafaráðs

09:15 Jólasveinninn Stekkjastaur ætlar ekki að fara að tillögum sérstaks jólagjafraráðs jólasveinanna fyrir þessi jól. Síðustu áratugi hefur myndast sú hefð að skipað sér þriggja sveina ráð sem sér um að álykta um æskilegar gjafir í skóinn, en mikillar óánægju hefur gætt meðal jólasveinanna með störf ráðsins í ár. Meira »

Löggutíst á laugardag

08:58 Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað „Löggutíst” fer fram á laugardaginn, að því er segir í fréttatilkynningu frá þremur lögregluembættum. Meira »

Snjókoma á Hellisheiði

08:55 Snjókoma er á Hellisheiði og eins á Mosfellsheiði og á Þingvallasvæðinu. Krapi eða snjóþekja er m.a. á Hellisheiði, Lyngdalsheiði og við Þingvelli en á Suðurlandi eru þó víðast hvar aðeins hálkublettir eða jafnvel alveg greiðfært. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en flughált í sunnanverðum Hvalfirði. Meira »

Hægir á sigi í katlinum

08:35 Úrvinnsla mælinga úr flugferð vísindamanna yfir Öræfajökul í gær benda til þess að mjög hafi hægt á sigi í katlinum. Sigketillinn í öskju eldstöðvarinnar hefur dýpkað um 2-3 metra frá síðasta flugi sem var fyrir nærri tveimur vikum. Meira »

Mikil lækkun á verði notaðra bíla

08:18 Verð á notuðum bílum hefur lækkað um nærri 20% á síðasta misserinu eða svo og í sumum tilvikum mun meira. Þar ræður meðal annars sterkt gengi krónunnar sem leiðir af sér lægra verð á nýjum bílum. Það hefur heildstæð áhrif á öllum markaðnum. Meira »

Hjólar hringinn í vetrarfæri

08:25 Frakkann Jean-yves Petit er nú er á tæplega tveggja mánaða hjólaferð umhverfis landið. Hann segir náttúrufegurðina mikla á þessum árstíma og þess virði að leggja svona vetrarferð á sig þrátt fyrir að vindur og kuldi taki aðeins á. Meira »

Styrkur svifryks tvisvar yfir mörk

07:57 Samspil aukinnar umferðar, nagladekkja og froststilla hefur gert það að verkum að styrkur svifryks hefur tvisvar síðustu daga farið yfir sólarhrings heilsuverndarmörk við Grensásveg í Reykjavík. Meira »

Pípulagnirnar freista iðnnema

07:37 Ágæt aðsókn hefur að undanförnu verið í nám pípulögum og alls um 25 manns útskrifast frá Tækniskólanum með sveinspróf í greininni á þessu ári. Það er svipaður fjöldi og verið hefur mörg undanfarin ár. Meira »

Varað við mikilli hálku

06:57 Varað er við lúmskri hálku á gangstéttum og í húsagötum í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Byrjað er að salta, en fyrst eru teknar allar aðalleiðir, strætóleiðir og tengileiðir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Andlát: Jóhannes Kristjánsson

05:30 Jóhannes Kristjánsson bifvélavirkjameistari lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 2. desember. Hann var fæddur 25. nóvember 1921 og því nýorðinn 96 ára. Meira »

Lögblindur en fær ekki ný gleraugu

05:30 Lögblindur maður sem beitti sér fyrir því að fengin yrði til landsins ný gerð af gleraugum hefur ekki fengið að prófa þau, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni og loforð þar um. Meira »

Fjölnota íþróttahús byggt í Garðabæ

05:30 Bygging Urriðaholtsskóla er stærsta einstaka framkvæmdin á vegum Garðabæjar á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið. Alls verður varið 1.875 milljónum til framkvæmda á árinu. Meira »

Fá ekki að reisa vinnubúðir í Mosó

05:30 Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur hafnað beiðni Somos ehf. um að fá að reisa starfsmannabúðir fyrir erlenda starfsmenn á Leirvogstungumelum. Þykir slík starfsemi ekki samræmast gildandi deiliskipulagi á svæðinu. Meira »

Veltan 63% meiri en 2015

05:30 Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi var um 188 milljarðar króna fyrstu átta mánuði ársins. Það er rúmlega 63% aukning frá 2015 og samsvarar 542 þúsund á hvern landsmann. Meira »

Aldrei fleiri gestir með skipum

05:30 Útlit er fyrir að vertíð skemmtiferðaskipa í Reykjavík á næsta ári verði sú umfangsmesta frá upphafi. Alls er gert ráð fyrir því að hingað komi 68 skip, sem er einu færra en í ár, en farþegar verða umtalsvert fleiri. Meira »

Unnu hundasýningu erlendis

05:30 Íslenska landsliðið í ungum sýnendum hunda varð um helgina Norðurlandameistari í liðakeppni og Berglind Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari í einstaklingskeppni ungra sýnenda. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...