„Punta sig fyrir heimsókn á Bessastaði“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Um það bil sem ellefu verðandi ráðherrar vakna í fyrramálið, fara í sturtu og punta sig fyrir heimsókn á Bessastaði, er ætlunin að fljúga Leo litla, föður hans og óléttri móður til Þýskalands,” skrifar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar á Facebook-síðu sína.

Þar á hann við þau Nasr Mohammed Rahim, konu hans Sobo Anwar Hasan og ungan son þeirra sem verður vísað úr landi á morgun á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.

Fjöl­skyld­unni verður vísað aft­ur til Þýska­lands en þau komu þaðan til Íslands. 

„Leo er ríkisfangslaus, fæddur á flótta. Þegar þannig stendur á finnst mér ástæða til að skoða mál rækilega,” bætir Logi við og hvetur nýja ríkisstjórn breyta lögum og til að taka ríkara tillit til barna og fólks í viðkvæmri stöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert