Páll styður ekki ráðherralista Bjarna

Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi.
Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Í annað sinn á innan við ári hefur formaður Sjálfstæðisflokksins nú gengið framhjá Suðurkjördæmi þegar kemur að ráðherraskipan í ríkisstjórn sem flokkurinn á aðild að. Þetta gerist þrátt fyrir að kjördæmið sé annað höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins á landinu,“ segir Páll Magnússon, þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi.

Greinir hann frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi mótmælti því harðlega við formanninn, Bjarna Benediktsson, í morgun að hlutur kjördæmisins skyldi þannig vera fyrir borð borinn.

Af þessari ástæðu mun hann hafa tilkynnt Bjarna að hann gæti ekki stutt þann ráðherralista sem lagður var fyrir þingflokkinn. Áréttar hann þó að hann greiddi atkvæði með stjórnarsáttmálanum og styður ríkisstjórnina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert