Handsamaði og hlúir að máttförnum haferni

Síðustu fjórar vikur höfðu Snorri Rafnsson, sem einnig er þekktur sem Vargurinn, og faðir hans fylgst með haferni í nágrenni Ólafsvíkur sem virtist heldur máttfarinn. Nokkrum sinnum hafði Snorri reynt að nálgast fuglinn en aldrei orðið ágengt fyrr en á fimmtudaginn þegar honum tókst að handsama fuglinn.

Um er að ræða fugl á fyrsta ári sem ólíklegt var orðið að kæmist á legg. Hefur hann síðustu daga verið í matarveislu hjá Snorra og meðal annars fengið skarfabringur og lifur, en Snorri er sjálfur atvinnuveiðimaður og býr þar með betur en flestir að allskonar villibráð sem hafernir eru hrifnir af. Þrátt fyrir veiðimennskuna segir Snorri að þegar komi að friðuðum og fágætum fuglum eða dýrum í vanda vilji hann hjálpa þeim og það hafi hann gert í þessu tilfelli sem og fleirum.

Snorri segir að fuglinn hafi verið nokkuð máttfarinn þegar þeir ...
Snorri segir að fuglinn hafi verið nokkuð máttfarinn þegar þeir hafi handsamað hann og hann hafi ekkert reynt að komast í burtu. Síðan hann hafi farið að borða hafi fuglinn aftur á móti braggast nokkuð. Ljósmynd/Snorri Rafnsson

Þúsundir fylgdust með á Snapchat

Snorri er einn af vinsælli samfélagsmiðlastjörnum Íslands, en yfir 12 þúsund manns fylgjast reglulega með innslögum hans á Snapchat. Þar fær folk að fylgjast með honum á veiðum og við annað sem tengist veiðum. Það vakti sérstaka athygli þegar hann og faðir hans náðu haferninum á fimmtudaginn, en meðal annars var tekin mynd af honum þar sem þessi tignarlegi fugl situr á herðum hans með vængina þanda. Fylgjast má með ævintýrum Snorra á Snapchat undir nafninu Vargurinn.

Aðeins 75 varppör á landinu

Hafernir eru nokkuð sjaldgæfir fuglar hér á landi, en þeir hafa verið alfriðaðir í áratugi. Þegar eitrað var fyrir refum hér á árum áður gekk það nokkuð nærri stofninum, en í dag telur hann 75 varppör að sögn Róberts Arnars Stefánsson, forstöðumanns Náttúrustofu Vesturlands.

Fullvaxinn fugl er um 70-90 sentímetra langur og með vænghaf upp á 2-2,4 metra. Vegur fullvaxinn fugl 5 kíló, en karlfuglar eru minni en kvenfuglar.

Róbert, sem er einn helsti hafarnarsérfræðingur landsins, segir í samtali við mbl.is að tvö af hverjum þremur varppörum verpi við Breiðafjörð, en önnur pör sé meðal annars að finna á Vestfjörðum, við Húnaflóa og á nokkrum stöðum á Vesturlandi.

Við lok myndatökunnar klifraði haförninn upp af öxlum Snorra og ...
Við lok myndatökunnar klifraði haförninn upp af öxlum Snorra og læsti klónum í höfuð hans. Þrátt fyrir að um ungan fugl sé að ræða eru þeir strax orðnir mjög sterkir. Ljósmynd/Snorri Rafnsson

Fáir ungar sem komast á legg

Hvert par verpir einu eggi og stundum tveimur. Hann segir varpárangurinn aftur á móti frekar lélegan og að aðeins 25-30 pör komi upp ungum á hverju ári. Ungarnir eru oft á tíðum vel fram á vetur í óðali foreldranna, en Róbert segir að örninn sem Snorri hafi fangað hafi verið kominn nokkuð langt að heiman. Fuglinn hafi verið merktur í Hamarsfirði í vor en hafi nú verið kominn við Ólafsvík. Segir hann fjölda fólks hafa tekið eftir honum undanfarnar vikur og bent á að flugfærni hans væri takmörkuð og að svo virtist vera sem hann hefði misst kraft.

Verður sleppt eða fer í endurhæfingu í Húsdýragarðinum

Í samráði við Náttúrustofuna segir Snorri að á mánudaginn muni dýralæknir kíkja á fuglinn, sem er nú í góðu yfirlæti heima hjá honum. Komi í ljós að hann hafi kraft til að bjarga sér sjálfur að nýju verður honum sleppt en annars gæti hann þurft að fara í Húsdýragarðinn í endurhæfingu.

Einnig má fylgjast með Varginum á Instagram hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Katrín í París

09:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er komin til Parísar þar sem hún mun sækja leiðtogafund um loftlagsmál sem fram fer í dag. Meira »

Hafnar tillögum jólagjafaráðs

09:15 Jólasveinninn Stekkjastaur ætlar ekki að fara að tillögum sérstaks jólagjafraráðs jólasveinanna fyrir þessi jól. Síðustu áratugi hefur myndast sú hefð að skipað sér þriggja sveina ráð sem sér um að álykta um æskilegar gjafir í skóinn, en mikillar óánægju hefur gætt meðal jólasveinanna með störf ráðsins í ár. Meira »

Löggutíst á laugardag

08:58 Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað „Löggutíst” fer fram á laugardaginn, að því er segir í fréttatilkynningu frá þremur lögregluembættum. Meira »

Snjókoma á Hellisheiði

08:55 Snjókoma er á Hellisheiði og eins á Mosfellsheiði og á Þingvallasvæðinu. Krapi eða snjóþekja er m.a. á Hellisheiði, Lyngdalsheiði og við Þingvelli en á Suðurlandi eru þó víðast hvar aðeins hálkublettir eða jafnvel alveg greiðfært. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en flughált í sunnanverðum Hvalfirði. Meira »

Hægir á sigi í katlinum

08:35 Úrvinnsla mælinga úr flugferð vísindamanna yfir Öræfajökul í gær benda til þess að mjög hafi hægt á sigi í katlinum. Sigketillinn í öskju eldstöðvarinnar hefur dýpkað um 2-3 metra frá síðasta flugi sem var fyrir nærri tveimur vikum. Meira »

Hjólar hringinn í vetrarfæri

08:25 Frakkann Jean-yves Petit er nú er á tæplega tveggja mánaða hjólaferð umhverfis landið. Hann segir náttúrufegurðina mikla á þessum árstíma og þess virði að leggja svona vetrarferð á sig þrátt fyrir að vindur og kuldi taki aðeins á. Meira »

Styrkur svifryks tvisvar yfir mörk

07:57 Samspil aukinnar umferðar, nagladekkja og froststilla hefur gert það að verkum að styrkur svifryks hefur tvisvar síðustu daga farið yfir sólarhrings heilsuverndarmörk við Grensásveg í Reykjavík. Meira »

Mikil lækkun á verði notaðra bíla

08:18 Verð á notuðum bílum hefur lækkað um nærri 20% á síðasta misserinu eða svo og í sumum tilvikum mun meira. Þar ræður meðal annars sterkt gengi krónunnar sem leiðir af sér lægra verð á nýjum bílum. Það hefur heildstæð áhrif á öllum markaðnum. Meira »

Pípulagnirnar freista iðnnema

07:37 Ágæt aðsókn hefur að undanförnu verið í nám pípulögum og alls um 25 manns útskrifast frá Tækniskólanum með sveinspróf í greininni á þessu ári. Það er svipaður fjöldi og verið hefur mörg undanfarin ár. Meira »

Varað við mikilli hálku

06:57 Varað er við lúmskri hálku á gangstéttum og í húsagötum í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Byrjað er að salta, en fyrst eru teknar allar aðalleiðir, strætóleiðir og tengileiðir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Andlát: Jóhannes Kristjánsson

05:30 Jóhannes Kristjánsson bifvélavirkjameistari lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 2. desember. Hann var fæddur 25. nóvember 1921 og því nýorðinn 96 ára. Meira »

Lögblindur en fær ekki ný gleraugu

05:30 Lögblindur maður sem beitti sér fyrir því að fengin yrði til landsins ný gerð af gleraugum hefur ekki fengið að prófa þau, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni og loforð þar um. Meira »

Veltan 63% meiri en 2015

05:30 Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi var um 188 milljarðar króna fyrstu átta mánuði ársins. Það er rúmlega 63% aukning frá 2015 og samsvarar 542 þúsund á hvern landsmann. Meira »

Aldrei fleiri gestir með skipum

05:30 Útlit er fyrir að vertíð skemmtiferðaskipa í Reykjavík á næsta ári verði sú umfangsmesta frá upphafi. Alls er gert ráð fyrir því að hingað komi 68 skip, sem er einu færra en í ár, en farþegar verða umtalsvert fleiri. Meira »

Unnu hundasýningu erlendis

05:30 Íslenska landsliðið í ungum sýnendum hunda varð um helgina Norðurlandameistari í liðakeppni og Berglind Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari í einstaklingskeppni ungra sýnenda. Meira »

Fjölnota íþróttahús byggt í Garðabæ

05:30 Bygging Urriðaholtsskóla er stærsta einstaka framkvæmdin á vegum Garðabæjar á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið. Alls verður varið 1.875 milljónum til framkvæmda á árinu. Meira »

Fá ekki að reisa vinnubúðir í Mosó

05:30 Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur hafnað beiðni Somos ehf. um að fá að reisa starfsmannabúðir fyrir erlenda starfsmenn á Leirvogstungumelum. Þykir slík starfsemi ekki samræmast gildandi deiliskipulagi á svæðinu. Meira »

Raðhúsahverfi rís í Reykjanesbæ

05:30 Bygging fyrstu 20 raðhúsanna af alls 50 sem verktakafyrirtækið Stöngull ehf. hyggst reisa við Lerkidal í Reykjanesbæ stendur nú yfir. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nem...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...