Sambandslaus í Öræfum og óttuðust gos

Öræfajökull.
Öræfajökull. mbl.is/Rax

Ljósleiðari Mílu slitnaði ofan í Bakkakotsá milli Steina undir Eyjafjöllum og Víkur í Mýrdal á Suðurlandi um kl. 18:20 í gærkvöldi. Viðgerðum lauk upp úr hádegi í dag. Nokkrir sveitabæir í Öræfum voru bæði net- og símasambandslausir í allt gærkvöld. Íbúar á Hofsnesi í Öræfum fenga enga tilkynningu um hvað olli þessi og óttuðust um stund að gos væri hafið.   

„Þetta hefur aldrei gerst áður að bæði GSM-samband og netsamband detti út á sama tíma. Við fengum enga tilkynningu um hvað olli þessu. Það er ekki boðlegt og ótrúlegt í ljósi þeirra samræðna sem hafa átt sér stað undanfarnar vikur vegna yfirvofandi hættu á eldgosi í Öræfajökli og slæmu símasambandi í Öræfum,“ segir Matthildur Þorsteinsdóttir í Hofsnesi í Öræfum.

Gátu hlustað á útvarpið með herkjum

Á bænum er ekki heimasími heldur eingöngu farsímar. GSM samband var mjög óstöðugt þegar það komst aftur á. Matthildur segir fjölskylduna hafa verið rólega í fyrstu yfir þessu en þegar leið á kvöldið fóru þau að velta fyrir sér hvort gos væri hafið í Öræfajökli eða Heklu. Hún náði að hringja í neyðarlínuna 112 og ná SMS sambandi við móður sína til að ganga úr skugga um hvort gos væri nokkuð hafið. Í samtali við neyðarlínuna fékk hún þær upplýsingar að bilun hafi orðið á ljósleiðara.

Í ofan á lag er útvarpssamband slæmt á svæðinu. „Við hjónin fundum gamalt útvarp og gátum hlustaði með herkjum á fréttirnar en útvarpssendingar hafa ávallt verið slæmar á Hofsnesi svo það gekk frekar illa að fylgjast með,“ segir Matthildur og bætir við að útvarpssambandið hafi verið slæmt frá því hún flutti á svæðið fyrir 17 árum. Hún furðar sig á að ekki hafi verið minnst á netsambandsleysi í Öræfum í útvarpinu. Fjölskyldan fór að sofa í gærkvöldi varla með símasamband sem var þó orðið ögn skárra þegar þau vöknuðu í morgun.  

„Það er búið að lofa okkur öllu fögru um að bæta sambandið á svæðinu. Það þarf líka að láta fólk vita ef einhverjar bilanir verða á kerfinu. Það hefur alltaf verið gert hingað til og við látin vita ef við erum ekki í sambandi í einhvern tíma,“ segir Matthildur. Þess má geta að í samtali við mbl.is fyrir hádegi datt símasambandið nokkrum sinnum út á meðan samtalinu stóð. Þau kaupa þjónustu af Vodafone.  

Annarra fjarskiptafyrirtækja að láta notendur vita

„Ljósleiðarinn fór í sundur ofan í ánni sjálfri og þarf að leggja nýjan streng. Miklir vatnavextir í ánni voru gær,“ segir Sigurrós Jónsdóttir upplýsingafulltrúi Mílu. Hún segir að aðstæður hafi verið slæmar í gær, áin bæði vatnsmikil og mikið myrkur og því ekki hægt að gera við leiðarann. Strax í birtingu í morgun var hafist handa við að laga hann.

Sigurrós segir að um leið og vart verður við bilun er tilkynning send til fjölmiðla og öllum þeim fjarskiptafélögum sem kaupa af þeim þjónustu látin vita. Það sé þeirra hlutverk að vera í samskiptum við sína viðskiptavini og upplýsa um stöðu mála en ekki Mílu.   

Hún bendir á að í þessu tilviki hafi verið notast við hina leiðina það er að segja að sambandið hafi verið sent norður fyrir og því hafi þetta ekki komið niður á mörgum notendum.

Uppfært kl. 13:05: 

Viðgerð er lokið á sliti sem varð á Ljósleiðara Mílu á Suðurlandi. Slitið varð í Bakkakotsá og var lagður nýr strengur yfir ána til að gera við slitið.

mbl.is

Innlent »

Jólaverslun hefur gengið vel

08:18 Jólaverslun í Kringlunni og Smáralind fór snemma af stað í ár og hefur gengið mjög vel það sem af er desember. „Það er rúmlega 4% aukning í aðsókn fyrstu tíu dagana í desember,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Meira »

Tryggir valfrelsi launþega

07:57 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafa lagt fram sameiginlega tillögu á útfærslu tilgreindrar séreignar. Það gerðu þeir á fundi með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á mánudaginn. Meira »

Hrikalega hált víða

07:38 Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum og snjóþekja á stöku stað. Flughált er í Ísafjarðardjúpi, á Innstrandavegi, í Dýrafirði, í Önundarfirði, í Kollafirði og milli Reykhóla og Króksfjarðarness. Þæfingur er á Þröskuldum en Ófært er yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar. Meira »

Landhelgisgæslan þarf léttabát

07:37 Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í nýjan léttabát fyrir varðskipið Tý. Óskað er eftir bát sem er 7,5-8,5 metrar að lengd, gengur allt að 32 hnúta og tekur 20 farþega þegar mest er. Meira »

Versnandi veður í kortunum

06:49 Nú snýst aftur í norðægar áttir með éljum og kólnandi veðri. Bæði getur fryst á blauta vegi víða um land og einngi má búast við skafrenningi, einkum norðan og austanlands. Meira »

Hafmeyjan hvílir á botni Tjarnarinnar

05:30 Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson féll af stalli sínum í Reykjavíkurtjörn í óveðrinu sem gekk yfir í byrjun nóvember síðastliðins. Meira »

Grunnur borgarlínu veikur

05:30 Margt í tillögum um borgarlínu byggist á veikum grunni og gæti svo farið að farið verði út í mjög vafasamt samgöngukerfi.  Meira »

Kosningaferli endurtekið frá byrjun

05:30 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að ógilda kosningu vígslubiskups í Skálholtsumdæmi og einnig tilnefningar til vígslubiskupskjörs sem áður höfðu farið fram. Meira »

Andlát: Þröstur Sigtryggsson skipherra

05:30 Þröstur Sigtryggsson skipherra lést síðastliðinn laugardag, 9. desember. Hann var fæddur 7. júlí 1929, sonur hjónanna Hjaltlínu Margrétar Guðjónsdóttur, kennara og húsfreyju frá Brekku á Ingjaldssandi, og séra Sigtryggs Guðlaugssonar, prests og skólastjóra á Núpi í Dýrafirði. Bróðir Þrastar var Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri. Meira »

Fyrsta nýsmíðin fyrir Vísismenn frá byrjun

05:30 Forsvarsmenn Vísis hf. í Grindavík skrifuðu í gær undir samning um nýsmíði á 45 metra löngu og 10,5 metra breiðu línuskipi við skipasmíðastöðina Alkor í Póllandi. Meira »

Ögurvík endurnýjar Vigra RE-71

05:30 Útgerð Ögurvíkur hefur ákveðið að setja frystitogarann Vigra RE 71 á sölu. „Við héldum fund með áhöfninni í sl. viku, skipið er í slipp núna. Við tilkynntum að við hefðum hug á að endurnýja skipið, þ.e. setja Vigra á sölu og finna annað skip í staðinn.“ Meira »

Vantar tvö þúsund íbúðir

05:30 Samtök atvinnulífsins telja að í árslok 2016 hafi skort a.m.k. tvö þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í nýrri greiningu frá efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins Meira »

RÚV hefur frestað afborgunum af láni

05:30 Hagnaður af rekstri RÚV mun að óbreyttu ekki duga til að greiða niður allar skuldir félagsins. RÚV skuldaði um 5,9 milljarða um mitt þetta ár. Meira »

Þrír árekstrar á Akureyri í kvöld

Í gær, 23:14 Þrír árekstrar hafa orðið með skömmu millibili á Akureyri í kvöld, en glerhált er á götum bæjarins eftir að snögghlýnaði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Að minnsta kosti einn áreksturinn, á gatnamótum Borgarbrautar og Glerárgötu, var töluvert harður, en lítil sem engin slys urðu á fólki. Meira »

Þau hljóta Kraumsverðlaunin 2017

Í gær, 21:29 Kraumsverðlaunin voru afhent í tíunda sinn nú rétt í þessu á veitinga- og tónleikastaðnum Bryggjunni. Sex hljómsveitir og listamenn hlutu Kraumsverðlaunin í ár. Á meðal verðlaunahafanna eru fjórir kvenkyns listamenn og ein hljómsveit, Cyber, sem aðeins er skipuð konum. Meira »

Árangur í baráttunni

05:30 Baráttan gegn spillingu á Íslandi hefur skilað árangri en þörf er á meira gagnsæi í upplýsingum um fjármál þingmanna.  Meira »

Skúli Mogensen Markaðsmaður ársins

Í gær, 22:06 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air er Markaðsmaður ársins 2017, en það var samhljóða álit dómnefndar ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi, sem veitti Markaðsverðlaunin 2017 á Kjarvalstöðum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Skúla verðlaunin. Meira »

„Meirihluti íslenskra kvenna hórur“

Í gær, 21:10 Babtistaprestinum Steven L. Anderson í Arizona hefur lengi verið í nöp við Íslendinga. Nú hefur hann sent mynd á íslenska fjölmiðla þar sem hann rekur í löngu máli hvað sé að íslensku þjóðinni en þá einna helst lauslæti. Myndin var einnig sett á Youtube fyrir skömmu og hefur fengið 22 þúsund áhorf. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
útskorið og flott sófaborð
er með fallegt sófaborð útskorið með svartri glerplötu á 35,000 kr sími 869-2798...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Toyota Corolla útsala
Toyota Corolla útsala! Nýr 2017 Active Diesel. Álfelgur. Bakkmyndavél. Leiðsögub...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...