Annar mannanna í lífshættu

Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglunnar, grunaður um verknaðinn.
Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglunnar, grunaður um verknaðinn. mbl.is/Golli

Maðurinn sem er í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa stungið tvo menn á Austurvelli með hnífi snemma í morgun er íslenskur en mennirnir tveir eru frá Albaníu.

Annar þeirra er í lífshættu, að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. Mennirnir eru á þrítugsaldri.

Hinn grunaði verður yfirheyrður þegar líða tekur á daginn enda var hann ekki í skýrsluhæfu ástandi strax þar sem hann var undir áhrifum vímuefna.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Hanna

Grímur staðfestir við mbl.is að maðurinn hafi flúið af vettvangi eftir árásina í morgun en hafi verið handtekinn í Garðabæ.

Ekkert er vitað um ástæðu árásarinnar.

Að lokinni yfirheyrslu yfir manninum mun lögreglan ákveða hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum. Lögreglan hefur ekki áður þurft að hafa afskipti af honum, að sögn Gríms. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert