Óskar eftir sérstakri umræðu á þingi

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir því að ræða við nýsettan forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, um sátt á vinnumarkaði og kjararáð, að því er segir í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér.

Segist hann gera það í ljósi þess að ósætti á vinnumarkaði sé það sem einna helst ógnar efnahagsstöðuleika á Íslandi og að stærstu heildarsamtök bæði verkalýðsfélaga og vinnuveitenda, ASÍ og SA, hafa ítrekað lýst því yfir að kjararáð hafi stuðlað að upplausn á vinnumarkaði.

Beiðnina sendi Jón Þór á fjölmiðla og á skrifstofu Alþingis. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, svaraði Jóni Þór fljótlega og vakti athygli hans á því að beiðnir um sérstakar umræður væri ekki hægt að leggja fram fyrr en þing hefur komið saman. Fram að því ræði formenn þingflokka og forseti þær beiðnir sem komi fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert