Formaður KÍ geti ekki notið vafans

Halldóra Guðmundsdóttir aðstoðarleikskólastjóri hyggst draga framboð sitt til varafomanns KÍ …
Halldóra Guðmundsdóttir aðstoðarleikskólastjóri hyggst draga framboð sitt til varafomanns KÍ til baka ef nýkjörinn formaður KÍ tekur við embætti á næsta ári. Ljósmynd/Aðsend

„Mér finnst að það geti ekki verið neinn vafi um þann sem gegnir þessu embætti, þetta er andlit kennara. Ég tek fram að þetta er ekki persónulegt,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, annar tveggja frambjóðenda til varaformanns Kennarasambands Íslands, sem hyggst draga framboð sitt til baka ef nýkjörinn formaður Ragnar Þór Pét­urs­son verði formaður sambandsins. 

Kosningar varaformanns hefjast á fimmtudaginn 7. desember og standa yfir til 13. desember. Þórunn Sif Böðvarsdóttir mun einnig draga framboð sitt til baka af sömu ástæðu. Þær greindu frá þessu á kynningarfundi í Gerðubergi í gærkvöldi. Sex eru í framboði til embætti varaformanns. 

Halldóra segist hafa tekið þessa ákvörðun eftir að viðtal við fyrrum nemanda Ragnars Þórs birtist á vísi.is á sunnudaginn. Í viðtalinu greinir hann frá því að Ragnar Þór hafi sýnt sér klámefni þegar hann var nemandi hans fyrir um 20 árum.    

Hún tekur fram að þrátt fyrir að málið hafi verið skoðað á sínum tíma, að sögn Ragnars Þórs, og ekkert hafi komið út úr því þá telur hún að það geti ekki verið neinn vafi um feril formanns KÍ. 

Uppfært kl. 16:23: 

Framboð á eigin forsendum óháð formanni KÍ

„Í frétt á vef RÚV í gærkvöldi http://www.ruv.is/frett/bjoda-sig-ekki-fram-ef-ragnar-verdur-formadur segir að aðrir frambjóðendur dragi framboð sín ekki til baka þar sem þeir telji sekt Ragnars Þórs ekki sannaða. Að því tilefni vil ég taka fram að ég hef ekki tjáð mig og ætla ekki að tjá mig um mál Ragnars Þórs.“ Þetta kemur fram í tilkynningu Önnu Maríu Gunnarsdóttur, frambjóðandi til varaformanns KÍ. 

„Ástæða þess að ég býð mig fram til varaformanns KÍ er sú að ég hef brennandi áhuga á menntamálum og tel að ég geti gert kennarastéttinni í heild gagn verði ég kosin varaformaður KÍ burtséð frá því hver gegnir formannsembættinu. Framboð mitt er á eigin forsendum óháð því hver starfar sem formaður.“ Þetta segir jafnframt í tilkynningu. 

Anna María Gunnarsdóttir einn af sex frambjóðendum til varaformanns Kennarasambands …
Anna María Gunnarsdóttir einn af sex frambjóðendum til varaformanns Kennarasambands Íslands. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert