S. Björn Blöndal hyggst hætta í borgarstjórn

S. Björn Blöndal.
S. Björn Blöndal. mbl.is/Hari

Formaður borgarráðs Reykjavíkur og oddviti Bjartrar framtíðar í borgarstjórn, S. Björn Blöndal, hyggst ekki gefa áfram kost á sér í borgarstjórnarkosningunum næsta vor. Þetta tilkynnti hann við upphaf fundar í borgarstjórn í dag.

Fram kom í máli S. Björns að hann væri ekki að lofa því að vera farinn að eilífu. Hann kæmi kannski einhvern tímann aftur ef þeir sem eftir sætu færi að klúðra einhverju.

S. Björn hefur setið í borgarstjórn frá árinu 2014 en var áður aðstoðarmaður Jóns Gnarrs í borgarstjórnartíð hans. Jón var þá fulltrúi Besta flokksins sem síðar rann saman við Bjartra framtíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert