Landsréttarmál fyrir Hæstarétt eftir viku

Ástráður Haraldsson og Jó­hann­es­ Rún­ar Jó­hanns­son­.
Ástráður Haraldsson og Jó­hann­es­ Rún­ar Jó­hanns­son­. Samsett mynd

Málflutningur í málum Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar gegn íslenska ríkinu vegna skipunar Landsréttardómara fer fram í Hæstarétti á þriðjudaginn í næstu viku. Ríkið var í héraðsdómi  í báðum málunum sýknað af bótakröfu þeirra Ástráðs og Jóhannesar, en fram kom í dóminum að stjórnsýslumeðferð Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við skipunina hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laga um dómstóla.

Segir í dómn­um að meðferð ráðherr­ans hafi held­ur ekki verið í sam­ræmi við skráðar og óskráðar regl­ur stjórn­sýslu­rétt­ar­ins um rann­sókn máls, mat á hæfni um­sækj­enda og inn­byrðis sam­an­b­urð þeirra.

Í dómn­um seg­ir enn frem­ur að telja verði að meðferð ráðherr­ans á um­sókn­um um embætti dóm­ara Lands­rétt­ar, og það mat sem hún hafi lagt á um­sókn­irn­ar, hafi „verið hald­in slík­um ann­mörk­um að ekki séu for­send­ur til að full­yrða hvort ráðherra hafi lagt til skip­un 15 hæf­ustu um­sækj­endanna til Alþing­is.“

Hins veg­ar er tekið fram að Ástráði tókst ekki að sýna fram á „að hann hefði verið skipaður dóm­ari við Lands­rétt ef meðferð máls­ins hefði verið í sam­ræmi við ákvæði laga nr. 50/​2016 og þær regl­ur stjórn­sýslu­rétt­ar­ins sem vísað er til [...]“

Ástráði hafi þá held­ur ekki tek­ist að sýna fram á að hann hafi beðið fjár­hags­legt tjón vegna ákv­arðana ráðherra. Var ríkið því sýknað af kröfu hans.

Sigríður sagði í samtali við mbl.is eftir að dómar héraðsdóms lágu fyrir að hún væri „hugsi yfir þeim áfell­is­dómi sem hæfis­nefnd um dóm­ara­efni er að fá í þess­um dómi.“ Þá sagði hún að í dóminum fælist veruleg gagnrýni á dómnefndina,en í hon­um er að nokkru leyti tekið und­ir þá skoðun ráðherra að ann­mark­ar hafi verið á mati á hæfni um­sækj­enda. „Þrátt fyr­ir að þess­ir ann­mark­ar hafi verið á um­sögn dóm­nefnd­ar­inn­ar er ekki þar með sagt að ráðherra hafi verið sjálfs­vald sett hvernig hún hagaði meðferð máls­ins í fram­hald­inu,“ sagði Sigríður.

Ástráður sendi fjölmiðlum tilkynningu eftir að dómur héraðsdóms lá fyrir og sagðist ætla að áfrýja dóminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert