Eldri borgarar vilja vinna á leikskólum

Eldri borgara vilja aðstoða við að leysa manneklu á leikskólum ...
Eldri borgara vilja aðstoða við að leysa manneklu á leikskólum og frístundaheimilum. mbl.is/Árni Sæberg

„Okkur eldri borgurum er fátt óviðkomandi. Við fengum það út úr könnum sem gerð var hjá okkur á þessu ári að framlag eldri borgara til hinna yngri er í fjárhagsstuðningi og aðkomu að barnabörnunum, meðal annars vegna lokunar leikskóla og frístundaheimila.“ Þetta segir Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík.

Félagið skorar á skólayfirvöld í Reykjavík að skoða gaumgæfilega hvort ekki er hægt að fá hæft  fólk á eftirlaunum til hlutastarfa á leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar.

„Við finnum fyrir því innan félagsins að eldri borgarar eru oft kallaðir til vegna þessara lokana sem almennt eru á leikskólum,“ ítrekar Gísli.

Í ályktun sem samþykkt var á fundi félagsins þann 21. nóvember síðastliðinn er bent á ítrekað séu sagðar fréttir af starfsmannaskorti á leikskólum og frístundaheimilum í Reykjavík og nágrenni. Að loka þurfi deildum leikskóla nokkra daga í mánuði vegna manneklu og erfiðlega gangi að manna frístundaheimilin. Fjöldi foreldra og barna standi frammi fyrir miklum vanda vegna ástandsins.

Gísli þekkir persónulega til þar sem leikskólabarn þarf að vera heima sjöunda hvern dag vegna manneklu. Þá eru það gjarnan amma og afi sem taka að sér að gæta barnsins. Ef þeirra nýtur ekki við þurfa foreldrar hins vegar að vera heima með börnin og Gísli bendir að það sé ekki alltaf skilningur á því hjá atvinnurekendum.

Í ályktun félagsins segir meðal annars: „Félag eldri borgara lýsir sig reiðubúið til að aðstoða við úrlausn þessara brýnu mála og  hafa samvinnu við bæði borgaryfirvöld og Félag leikskólakennara um að útvega fólk til starfa á leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar.“

Gísli segir mikinn vilja hjá félagsmönnum að leggja sitt að mörkum. „Við leggjum þetta því fram í umræðuna, hvort ekki sé hægt að nýta starfskrafta eldri borgara á þessum stöðum. Fólk sem er lært og hefur til þess þekkingu en er farið af vinnumarkaði vegna þessara aldursákvæða, 67 til 70 ára. Fólk sem hefur fulla starfsgetu.“

Gísli telur hugmyndina vel raunhæfa, enda hefði hún annars ekki verið samþykkt af stjórn félagsins. „Við erum að meina þetta. Við erum að koma þessu að innan skóla- og frístundasviðs borgarinnar.“  

mbl.is

Innlent »

Líður ekki vel á gömlum sjúkrabílum

10:21 Fyrir tveimur árum rann út samningur milli ríkisins og Rauða krossins um rekstur og viðhald sjúkrabíla landsins. „Við höfum miklar áhyggjur af því að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki endurnýjað samninginn. Ábyrgðin liggur þar,“ segir formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna. Meira »

Katrín í París

09:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er komin til Parísar þar sem hún mun sækja leiðtogafund um loftlagsmál sem fram fer í dag. Meira »

Hafnar tillögum jólagjafaráðs

09:15 Jólasveinninn Stekkjastaur ætlar ekki að fara að tillögum sérstaks jólagjafraráðs jólasveinanna fyrir þessi jól. Síðustu áratugi hefur myndast sú hefð að skipað sér þriggja sveina ráð sem sér um að álykta um æskilegar gjafir í skóinn, en mikillar óánægju hefur gætt meðal jólasveinanna með störf ráðsins í ár. Meira »

Löggutíst á laugardag

08:58 Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað „Löggutíst” fer fram á laugardaginn, að því er segir í fréttatilkynningu frá þremur lögregluembættum. Meira »

Snjókoma á Hellisheiði

08:55 Snjókoma er á Hellisheiði og eins á Mosfellsheiði og á Þingvallasvæðinu. Krapi eða snjóþekja er m.a. á Hellisheiði, Lyngdalsheiði og við Þingvelli en á Suðurlandi eru þó víðast hvar aðeins hálkublettir eða jafnvel alveg greiðfært. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en flughált í sunnanverðum Hvalfirði. Meira »

Hægir á sigi í katlinum

08:35 Úrvinnsla mælinga úr flugferð vísindamanna yfir Öræfajökul í gær benda til þess að mjög hafi hægt á sigi í katlinum. Sigketillinn í öskju eldstöðvarinnar hefur dýpkað um 2-3 metra frá síðasta flugi sem var fyrir nærri tveimur vikum. Meira »

Mikil lækkun á verði notaðra bíla

08:18 Verð á notuðum bílum hefur lækkað um nærri 20% á síðasta misserinu eða svo og í sumum tilvikum mun meira. Þar ræður meðal annars sterkt gengi krónunnar sem leiðir af sér lægra verð á nýjum bílum. Það hefur heildstæð áhrif á öllum markaðnum. Meira »

Hjólar hringinn í vetrarfæri

08:25 Frakkann Jean-yves Petit er nú er á tæplega tveggja mánaða hjólaferð umhverfis landið. Hann segir náttúrufegurðina mikla á þessum árstíma og þess virði að leggja svona vetrarferð á sig þrátt fyrir að vindur og kuldi taki aðeins á. Meira »

Styrkur svifryks tvisvar yfir mörk

07:57 Samspil aukinnar umferðar, nagladekkja og froststilla hefur gert það að verkum að styrkur svifryks hefur tvisvar síðustu daga farið yfir sólarhrings heilsuverndarmörk við Grensásveg í Reykjavík. Meira »

Pípulagnirnar freista iðnnema

07:37 Ágæt aðsókn hefur að undanförnu verið í nám pípulögum og alls um 25 manns útskrifast frá Tækniskólanum með sveinspróf í greininni á þessu ári. Það er svipaður fjöldi og verið hefur mörg undanfarin ár. Meira »

Varað við mikilli hálku

06:57 Varað er við lúmskri hálku á gangstéttum og í húsagötum í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Byrjað er að salta, en fyrst eru teknar allar aðalleiðir, strætóleiðir og tengileiðir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Andlát: Jóhannes Kristjánsson

05:30 Jóhannes Kristjánsson bifvélavirkjameistari lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 2. desember. Hann var fæddur 25. nóvember 1921 og því nýorðinn 96 ára. Meira »

Lögblindur en fær ekki ný gleraugu

05:30 Lögblindur maður sem beitti sér fyrir því að fengin yrði til landsins ný gerð af gleraugum hefur ekki fengið að prófa þau, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni og loforð þar um. Meira »

Fjölnota íþróttahús byggt í Garðabæ

05:30 Bygging Urriðaholtsskóla er stærsta einstaka framkvæmdin á vegum Garðabæjar á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið. Alls verður varið 1.875 milljónum til framkvæmda á árinu. Meira »

Fá ekki að reisa vinnubúðir í Mosó

05:30 Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur hafnað beiðni Somos ehf. um að fá að reisa starfsmannabúðir fyrir erlenda starfsmenn á Leirvogstungumelum. Þykir slík starfsemi ekki samræmast gildandi deiliskipulagi á svæðinu. Meira »

Veltan 63% meiri en 2015

05:30 Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi var um 188 milljarðar króna fyrstu átta mánuði ársins. Það er rúmlega 63% aukning frá 2015 og samsvarar 542 þúsund á hvern landsmann. Meira »

Aldrei fleiri gestir með skipum

05:30 Útlit er fyrir að vertíð skemmtiferðaskipa í Reykjavík á næsta ári verði sú umfangsmesta frá upphafi. Alls er gert ráð fyrir því að hingað komi 68 skip, sem er einu færra en í ár, en farþegar verða umtalsvert fleiri. Meira »

Unnu hundasýningu erlendis

05:30 Íslenska landsliðið í ungum sýnendum hunda varð um helgina Norðurlandameistari í liðakeppni og Berglind Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari í einstaklingskeppni ungra sýnenda. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

JEMA Flottar lyftur i bílskúrinn og víðar.
Eigum nokkrar af þessum 1 metra lyftum 2,8 tonna, sama verð 235.000+vsk , meðfæ...
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
Jöklar - Hús fyrir íslenska ferðaþjónustu og íslenskar aðstæður
Landshús býður upp á sterkan, hagkvæman og vel hannaðan húsakost fyrir þá sem vi...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...