Framhaldsskólakennarar í viðræður

Ekkert slakað á lærdómnum í verkfall.
Ekkert slakað á lærdómnum í verkfall. mbl.is/Golli

„Fyrsti fundur okkar með ríkissáttasemjara var í síðustu viku,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, spurð um stöðuna í kjaradeilum framhaldsskólakennara og ríkisins.

„Það er fátt að frétta í þessu sem stendur. Núna erum við að skila af okkur vinnu vegna tæknilegra atriða er varðar túlkun á ákvæðum síðasta samnings en við höfum ekki verið sátt við hvernig skólameistarar hafa túlkað samninginn. Þetta eru þó fyrst og fremst tæknileg atriði.“

Ekki hefur verið boðað til næsta fundar en Guðríður býst við að það verði gert innan tíðar. Spurð í Morgunblaðinu í dag um kröfur kennara vísar hún til viðmiðunarstétta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert