Stal símum og herrailmvatni

mbl.is/Hjörtur

Karlmaður var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og ævilöng svipting ökuréttinda hans áréttuð vegna þjófnaðar og umferðarlagabrots.

Maðurinn var dæmdur fyrir að brjótast inn í húsnæði við Bíldshöfða í Reykjavík í júní í sumar og stela þaðan þremur farsímum, úri og kveikjuláslyklum og fyrir að stela herrailmvatni að söluverðmæti 9.990 krónur í verslun Hagkaups í Smáralind í Kópavogi í ágúst.

Einnig var hann dæmdur fyrir að aka sviptur ökuréttindum og ófær um stjórna bifreiðinni, sem hann ók, með öruggum hætti vegna áhrifa ávana- og fíkniefna.

Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki sem nær aftur til ársins 1995. Meðal annars hefur honum verið gerð refsing fyrir bæði ítrekuð auðgunarbrot og ítrekuð brot gegn umferðarlögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert