Tekjur aukast en skuldir hækka

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Í nótt var fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt af meirihluta borgarstjórnar. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að svigrúmi, sem hafi myndast í fyrra og sé til staðar í ár varðandi rekstur borgarinnar, sé varið í aukin framlög til leik- og grunnskóla, auk húsnæðismála og velferðarþjónustu. Tekjur borgarinnar aukast talsvert, en auk þess munu skuldir A-hluta borgarinnar hækka um 7,6 milljarða milli ára.

Miklar framkvæmdir fram undan

Kemur fram að stærstu verkefnin séu nú í Úlfarsárdal þar sem skóli, íþróttahús og sundlaug muni rísa. Þá verði byggt íþróttahús, knatthús og fimleikahús í Breiðholti á næstu árum. Einnig að aukin framlög fari til viðhalds á húsnæði og öðrum eignum borgarinnar árið 2018 og til næstu ára.

Kostnaðarsamasti málaflokkur borgarinnar er skóla- og frístundasvið, en kostnaður borgarinnar vegna hans er 47,8 milljarðar á næsta ári og hækkar um tæpa tvo milljarða miðað við útkomuspána. Þá er gert ráð fyrir að verja 22,5 milljörðum í velferðarsvið, en á þessu ári er áætlað að kostnaðurinn verði 21,8 milljarðar. Áætlað er að verja 7,7 milljörðum í íþrótta- og tómstundasvið.

Tekjur aukast talsvert milli ára sem og útgjöld

Gert er ráð fyrir að tekjur Reykjavíkurborgar aukist um 5,7% miðað við útkomuspá 2017 og verði samtals 116,9 milljarðar miðað við 109,8 milljarða í ár, en mesta hækkunin er í formi hærri skatttekna sem gert er ráð fyrir að verði 90,8 milljarðar í stað 83 milljarða á þessu ári.

Þá er gert ráð fyrir að laun og launatengd gjöld hækki um tæplega 5 milljarða milli ára og verði 76,3 milljarðar. Nemur hækkunin 6,7% frá útkomuspá þessa árs. Annar rekstrarkostnaður hækkar einnig og nemur á áætlun 2018 55,3 milljörðum í stað 50 í útkomuspánni. Á móti er breyting vegna lífeyrisskuldbindinga mun lægri en í útkomuspánni. 5,4 milljarðar á næsta ári á móti 11 milljörðum á þessu ári.

Skuldir hækka um 7,6 milljarða

Áformað er að samstæða A- og B-hluta borgarinnar skili 17,1 milljarðs rekstrarhagnaði á næsta ári, en í ár gerir útkomuspáin ráð fyrir að afgangurinn sé 28 milljarðar.

Skuldir A-hluta borgarinnar eru samkvæmt útkomuspá um 100 milljarðar. Gert er ráð fyrir að þær verði um 107,6 milljarðar á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætluninni.

Skuldir á hvern íbúa rúmlega 2 milljónir

Þegar rekstrartölur borgarinnar eru skoðaðar á hvern íbúa má sjá að áætlað er að tekjur í formi skatttekna og frá jöfnunarsjóði nema 788 þúsund krónum á næsta ári samanborið við 727 þúsund á þessu ári. Þá hækka þjónustutekjur lítillega, úr 630 þúsund í 639 þúsund. Rekstrargjöld og fjármagnsliðir nema hins vegar 1.322 þúsund krónum á hvern íbúa. Skuldbindingar eru 362 þúsund á hvern íbúa og skuldir rúmlega 2 milljónir.

Íbúafjöldi í Reykjavík er í ár 123.923 samkvæmt fjárhagsáætluninni en verður 124.509 á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Villtust í Glerárdal

05:59 Björgunarsveitarfólk var kallað út upp úr klukkan 20 í gærkvöldi til að leita að pari sem hafði villst í Glerárdal við Akureyri. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri hafði fólkið lagt af stað fótgangandi síðdegis og ætlað sér að ganga í skálann Lamba en villst af leið enda skyggni lélegt. Meira »

Starfsfólki bankanna fækkar hratt

05:30 Á síðasta áratug hefur starfsfólki í bönkum og sparisjóðum fækkað um tæplega 1.500 og bankaútibúum fækkað um rúmlega 60.   Meira »

Tryggi góð lífskjör

05:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöld að ríkisstjórnin myndi kappkosta að skila betra búi en hún tók við í heilbrigðisþjónustu, löggæslu, húsnæðismálum, samgöngum og fleiri innviðum. Meira »

Launaskriðið heldur áfram

05:30 Laun hinna ýmsu hópa sem starfa hjá ríkinu hafa hækkað um 1,4% til 6,3% í ár. Laun félagsmanna hjá ASÍ hækkuðu hlutfallslega mest, eða um tæplega 30 þúsund krónur. Meira »

Kaupaukagreiðslur verði teknar til baka

05:30 Stjórn Klakka ákvað í gær að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem samþykkar voru á hluthafafundi síðastliðinn mánudag, verði dregnar til baka. Meira »

Gæti seinkað fram í miðjan janúar

05:30 Unnið er að allsherjarviðgerð á vél Breiðafjarðarferjunnar Baldurs á þrennum vígstöðvum; í Danmörku, Englandi og hjá Framtaki í Garðabæ. Meira »

Myndin mun auka á ferðamannastraum

05:30 „Kvikmyndinni mun örugglega fylgja aukinn ferðamannastraumur og sannarlega verður Jennifer Lawrence tekið fagnandi ef hún birtist hér í Húnaþingi,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Meira »

NPA samningar verði 80

05:30 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, mun á næstu dögum leggja fyrir Alþingi frumvörp um lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) við fatlað fólk. Meira »

Á heimavelli í Hollandi

Í gær, 23:05 Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips og stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, er á leið til Rotterdam í Hollandi, þar sem hann mun sinna markaðs- og samskiptamálum fyrir alþjóðasvið félagsins. Meira »

25 ár frá fyrstu smáskilaboðunum

Í gær, 23:03 Þegar Neil Papworth, 22 ára verkfræðingur í Bretlandi, ákvað að senda vini sínum Richard Jarvis, yfirmanni hjá Vodafone, kveðju hinn 3. desember árið 1992 óraði hann ekki fyrir því að þess yrði minnst aldarfjórðungi síðar sem mikilvægra tímamóta í tæknibyltingunni. Meira »

Fá 40% af framlagi til íbúa á Austurlandi

Í gær, 23:00 Verulegur munur er á framlögum ríkisins til stofnana á Suðurnesjum og á öðrum stöðum á landinu samkvæmt tölulegum samanburði fjárlagafrumvarpi ársins 2014 sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét. Þetta sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í kvöld. Meira »

8. ánægðustu farþegarnir í Leifsstöð

Í gær, 22:52 Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól. Standarnir eru víðsvegar í flugvallarbyggingunni og notaðir til að greina sveiflur í þjónustu og upplifun ferðafólks niður á hvern klukkutíma dagsins. Meira »

10-11 má nota „Inspired by Iceland“

Í gær, 22:52 Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að versluninni 10-11 sé heimilt að nota vörumerkið „Inspired by Iceland“ sem auðkenni fyrir nýja verslun sína í Bankastræti í Reykjavík. Það var Íslandsstofa sem höfðaði málið og krafðist þess að félaginu yrði bannað að nota vörumerkið. Meira »

Gerum skynsemi almenna

Í gær, 22:20 Gerum skynsemi almenna og breytum fyrri vinnubrögðum og viðhorfum. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Píratar séu oft taldir róttækir og það ýmist talið þeim til skammar eða tekna. Meira »

Steingrímur er íhaldsmaður

Í gær, 22:07 Áframhaldandi áhersla á að setja heilbrigðismálin í forsæti er góðs viti. Það sé líka góð vísbending um að Vinstri grænum sé alvara með heilbrigðismálin að flokkurinn hafi tekið að sér þennan óvinsæla ráðherra stól. Þetta sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Meira »

Hátt brottfall úr sveitarstjórnum

Í gær, 22:43 Mun meira brottfall er úr sveitarstjórnum hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Rúm 40% þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eru ákveðin að hætta, tæp 30% eru enn að hugsa málið og 30% stefna á að halda áfram. Þetta segir Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur. Meira »

Metnaður til að bæta kjör hóflegur

Í gær, 22:18 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði flokkinn vilja renna stoðum undir almenna hagsæld um leið og hann vildi tryggja að hún næði til allra en ekki bara sumra. „Enginn velkist í vafa um hverjir það eru sem standa höllustum fæti í íslensku samfélagi.“ Meira »

Hver króna skilar sér áttfalt til baka

Í gær, 21:50 Ísland framtíðar á að vera hugverkadrifið. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á Alþingi í kvöld. Sagði hún nýja ríkisstjórn ætla að blása til stórsóknar í menntamálum og benti á að hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
YRSA mekkanískt gullhúðað vasaúr
...í jólapakkann, verð 19.500,-. Mikið úrval af YRSU og PL armbandsúrum. GÞ Ban...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...