Ekki eldur heldur eldamennska

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út upp úr klukkan sex í morgun þegar öryggiskerfi fór af stað í fjölbýli við Hringbraut í Reykjavík.

Í ljós kom að ekki var um eldsvoða að ræða heldur eldamennsku sem fór úr böndunum. Slökkviliðsmenn reykræstu íbúðina en íbúar höfðu gleymt sér við eldamennskuna og skilið réttinn eftir í ofninum. 

Verið er að hreinsa upp eftir vatnsleka í íbúð á Garðatorgi í Garðabæ en að sögn varðstjóra í slökkviliðinu er ekki um mikið tjón að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert