Hafragrautur í boði í árlegri heilsuviku nemenda á Þórshöfn

Hafragrauturinn rann vel niður.
Hafragrauturinn rann vel niður. mbl.is/Brynjar Gauti

Í Grunnskólanum á Þórshöfn er síðasta vikan í nóvember tileinkuð heilsusamlegu líferni, svokölluð lýðheilsuvika þar sem nemendur og starfsfólk eru með heilsusamlegt líferni í brennidepli.

Skóladagurinn hefst klukkan átta með því að nemendum býðst ljúffengur hafragrautur í mötuneytinu og hafa þeir verið ánægðir með þessa nýbreytni.

Í skólanum voru þessa vikuna unnin þemaverkefni sem tengdust góðri heilsu og heilbrigðum lífsstíl. Matseðill mötuneytisins var einnig á afar heilsusamlegum nótum og vikunni lauk með því að skólinn bauð upp á sparinesti í hollari kantinum föstudaginn 1. desember sl.

Það voru því hressir og hraustir krakkar sem byrjuðu dimma vetrarmorgna á heitum hafragraut áður en verkefni dagsins í skólanum hófust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert