Kjölfestan og víður faðmur

Kirkjan með sinn kærleiksboðskap skiptir samfélagið miklu máli, segir sr. …
Kirkjan með sinn kærleiksboðskap skiptir samfélagið miklu máli, segir sr. Gunnlaugur Garðarsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Safnaðarstarfið í Glerárkirkju er lifandi og fjölbreytt og þátttaka fólksins góð. Frá fyrstu tíð höfum við átt velunnara sem hafa lagt lið með ýmsu móti – og í sóknarnefnd og önnur leiðandi hlutverk hér hefur valist fólk sem hefur haft metnað fyrir hönd kirkjunnar. Að því búum við mjög.“

Þetta segir Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur við Glerárkirkju á Akureyri við Morgunblaðið í dag. Um komandi helgi verða liðin 25 ár frá vígslu kirkjunnar, en það var á öðrum sunnudegi í aðventu árið 1992. Þessara tímamóta er minnst með ýmsu móti. Þar ber hæst hátíðarmessu sunnudaginn 10. desember klukkan 11.

Á Akureyri er Lögmannshlíðarsókn, kennd við kirkjustað í útjaðri bæjarins. Henni var lengi þjónað af prestum Akureyrarkirkju en árið 1981 var ákveðið að setja á laggirnar sjálfstætt prestakall og reisa því kirkju. Sr. Pálmi Matthíasson kom þá til starfa og þjónaði í átta ár og á eftir honum sr. Pétur Þórarinsson, sem þjónaði í tvö ár. Frá 1991 hefur Gunnlaugur Garðarsson verið sóknarprestur í Glerárkirkju. Prestur við kirkjuna er Stefanía Guðlaug Steinsdóttir, djákni er Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir og Valmar Väljaots er tónlistarstjóri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert