Mál Árna Gils aftur í hérað

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Golli

Hæstiréttur vísaði í dag máli Árna Gils Hjaltasonar aftur í hérað en hann hafði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sá dómur hefur verið felldur úr gildi og verður málið aftur flutt fyrir héraði.

Árni Gils var dæmd­ur í ágúst fyr­ir að stinga mann með hnífi í höfuðið við Leif­a­sjoppu í Breiðholti í Reykja­vík í mars.

Að mati ákæru­valds­ins bendi þess­ir áverk­ar brotaþola til þess að hnífi hafi verið beitt af miklu afli í átt að höfði hans. Framb­urður ákærða hafi verið á þann veg að til átaka hafa komið milli hans og brotaþola og ákærði að lok­um náð hnífi af brotaþola, sem brotaþoli hafi komið með á vett­vang. Ákærði hafi síðan kastað hnífn­um í burtu.

Árni neitaði sök og sagði að þarna hefði orðið slys eða í versta falli sjálfs­vörn enda hefði fórn­ar­lambið komið með hníf­inn á staðinn. Hann hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi síðan 5. mars.

Árni var sakfelldur fyrir þrjú brot í héraði en Hæstiréttur staðfesti fjögurra mánaða dóm yfir honum fyrir líkamsárás og að hafa hrækt á lögregluþjón. Málið er varðar hina meintu manndrápstilraun var hins vegar sent aftur í hérað.

Dómurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert