Nöpur norðanátt

Ekki er að snjá nein raunveruleg hlýindi í kortunum næstu …
Ekki er að snjá nein raunveruleg hlýindi í kortunum næstu daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Köld norðanátt leikur um landið í dag og nær hún stormstyrk á suðaustanverðu landinu. Á Norður- og Austurlandi gengur á með éljum eða snjókomu en bjartviðri verður í öðrum landshlutum. Á morgun dregur smám saman úr vindi og léttir til, en herðir á frostinu. Ekki er að snjá nein raunveruleg hlýindi í kortunum næstu daga, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Gul viðvörun er í gildi fyrir Austfirði og Suðausturland.

Austfirðir: Norðan og norðvestan 15-23 m/s og hviður 25-40 m/s. Gengur á með éljum og líkur á skafrenningi. Varasamar aðstæður til aksturs, sér í lagi á fjallvegum.

Suðausturland: Norðan 18-25 m/s í vindstrengjum við Vatnajökul ásamt hviðum 30-45 m/s. Snjóþekja er á vegum og líkur á skafrenningi og hálku. Varasamar aðstæður til aksturs.

Veðurspá fyrir næstu daga

Norðan 10-18 m/s, en 18-25 SA-lands. Snjókoma eða él N- og A-lands, en annars úrkomulaust að kalla. Lægir og birtir til S- og V-lands í dag, en áfram norðanhvassviðri eða -stormur og él fyrir austan. Lægir V-til á morgun og léttir til, en norðvestan 10-15 m/s og dálítil él fyrir austan. Kólnandi veður.

Á föstudag:

Norðvestan 10-18 m/s A-lands framan af degi, hvassast og dálítil él með ströndinni, en lægir síðan smám saman. Annars hæg breytileg átt og léttskýjað. Frost 4 til 15 stig, mest í innsveitum. 

Á laugardag:
Hæg breytileg átt, bjartviðri og talsvert frost. Suðaustan 10-15 m/s við SV-ströndina síðdegis og dregur úr frosti þar. 

Á sunnudag:
Austan- og norðaustankaldi og víða léttskýjað, en dálítil él við N- og A-ströndina. Áfram kalt í veðri. 

Á mánudag:
Norðankaldi og léttskýjað sunnan heiða, en dálítil él NA-til. Dregur úr frost í bili. 

Á þriðjudag og miðvikudag:
Yfirleitt fremur hægir austlægir vindar og úrkomulítið, en dálítil él við sjávarsíðuna. Frost um allt land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert