Ófært um Fjarðarheiði og Breiðdalsheiði

Hvöss norðvestanátt með éljalofti og skafrenningi er nú frá Höfn til norðurs að Vopnafirði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hvassast er í Hamarsfirði, en blint getur verið á köflum í skafrenningi á fjallvegum á Austfjörðum og Austurlandi.

Vegir eru víðast hvar greiðfærir á Suður- og Vesturlandi en þó er eitthvað um hálku eða hálkubletti. Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum. Ófært er norður í Árneshrepp.

Hálka eða hálkublettir eru á vegum á Norðvestulandi en á Norðausturlandi er hálka og víða er éljagangur og skafrenningur. Þæfingur og skafrenningur er á Víkurskarði og Grenivíkurvegi. Ófært er á Dettifossvegi.

Austanlands er ófært um Fjarðarheiði. Þar er stórhríð og ekkert ferðaveður, ófært er upp að Norðfjarðargöngum Eskifjarðar megin. Þæfingur og stórhríð er á Möðrudalsöræfum og Fagradal, þungfært og stórhríð er í Fannadal annars er víða hálka eða snjóþekja og mikill skafrenningur. Ófært er á Öxi og Breiðdalsheiði.

Snjóþekja eða hálka er með suðausturströndinni og mjög hvasst og sumstaðar skafrenningur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert