Yfirmaður setti vínber á milli brjóstanna

Konurnar krefjast þess að allir samverkamenn þeirra taki ábyrgð á …
Konurnar krefjast þess að allir samverkamenn þeirra taki ábyrgð á að uppræta vandamálið; að viðeigandi yfirvöld, stéttarfélög og fyrirtæki í hugbúnaðar, vef- og tækniiðnaði taki af festu á málinu og komi sér upp verkferlum og viðbragðsáætlun gegn kynbundinni áreitni. AFP

„Vorum í lyftunni á leið niður með háttsettum manni í fyrirtækinu. Maðurinn starir á brjóstinn á mér (í lyftunni eru einnig veitingar á hjólaborði) og hann var byrjaður að gantast, tók svo skyndilega upp vinberjaklasa (23 vínber) setti þau niður á milli brjóstana á mér án þess að snerta mig. Svo gerði hann sig líklegan til að sækja þau; þá hafði ég hraðari hendur
tók þau upp og setti þau á borðið. Ég man ekki hvað hann sagði eftir það.“

Þetta kemur fram í einni af rúmlega 50 sögum sem fylgja yfirlýsingu kvenna í tækni-, upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði, þar sem kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun er mótmælt. 

Yfir 300 konur hafa skrifað undir yfirlýsinguna og yfir 50 sögur fylgja með henni. Þar segir m.a.: „Kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á ekki að líðast, hvorki á vinnustöðum né annarstaðar i samfélaginu.“

Varð máttlaus af ótta

Í annarri sögu segir frá því þegar ungir karlmenn, sem störfuðu sem grafískir hönnuðir hjá ónefndum vefmiðli um aldamótin, hefðu skeytt andlitsmynd af samstarfskonu sinni á klámmynd af annarri konu. 

„Ég var auðvitað ekkert eina konan sem þeir áttu svona mynd af heldur var búið að gera þetta við þær fáu konur sem unnu þarna. Þetta fannst þessum strákum og fleiri körlum á staðnum hrikalega fyndið. Þeir voru í yfirburðastöðu í hlátrasköllunum og samstöðunni. Ég var lengi að grafa þessa sögu upp því hún triggerar mig. Ég man hvað ég fann til mikils vanmáttar á þessu augnabliki – ég varð í alvöru máttlaus af ótta og vissi ekki hvernig ég gæti komist út úr þessu. Mér fannst ég beitt ofbeldi. Þeir höfðu vald til að nota mig og aðrar konur sér til niðurlægingar og skemmtunar svona án þess að þurfa nokkurn tímann að taka raunverulegum afleiðingum af því. Þeir gátu bara gert þetta. Það var svigrúm í menningunni til þess og þeir bara gerðu það þessir strákar. Og karlarnir hlógu,“ skrifar konan.

„Komin í runkminnið“

Ein sagan segir frá því þegar kona hóf störf á nýjum vinnustað að þá hafi yfirmaður spurt samstarfsfélaga hennar „hvort ég væri komin í runkminnið hjá honum, sami yfirmaður bar samstarfsfélaga mína um að senda ekki innanhúsbrandara á mig því ég gæti ekki tekið þeim.“

„Keyrði yfirmann milli fundarstaða og benti honum á að hann gæti fært bílsætið aftar (var framalega útaf barnabílstól), hann spurði hvort hann væri svona feitur, ég sagði nei og þá spurði hann hvort ég væri að meina að hann væri með svona stórt typpi? Eðlilegt,“ spyr hún í lok sögunnar.

Setti aðra höndina á brjóstin og hina undir buxurnar

Önnur kona segir frá því þegar samstarfsmaður segir við hana á árshátíð „að ef ég væri ekki með manninum mínum þá myndi hann ríða mér. 22 ára á vinnudjammi og mér mun eldri samstarfsmaður sem ég leit upp til og þurfti að leita mikið til, setti aðra höndina inn á brjóstin á mér og hina undir buxurnar að aftan, ég fraus. Öll skiptin sem hefur verið gripið fram í fyrir mér, ekki hlustað á hugmyndir sem ég kem með fyrr en karlmaður segir þær, og í nær hvert einasta skipti hef ég ekki sagt orð því ég vil ekki vera óþægileg eða loka á starfsframa möguleika. Ég fagna þessari byltingu og finn að með hverri sögu fæ ég aukinn kraft til að standa með sjálfri mér!“

„Common, bara eitt tott“

Í einni sögu segir frá atviki á starfsmannaskemmtun þar sem samstarfsfólk var samankomið á bar í miðborginni. Konan segir að þar hafi „samstarfsfélagi þvingaði sér leið með mér inn á klósett, lokaði hurðinni og reyndi að fá mig til að kyssa sig, „en þú ert einmitt svona kona sem ég vildi vera með ef ég ætti ekki konu“, þegar ég neitaði áfram bað hann mig að totta sig, “common bara eitt tott”. Ég náði að koma honum í skilning um að ég væri ekki að fara að gera neitt slíkt. Sagði honum að auk þess væri samstarfskona okkar fyrir utan og hún hefði nú alveg séð hann koma inn á eftir mér. Þá fór hann.“

Þetta eru aðeins örfáar frásagnir af þeim rúmlega 50 sem fylgja yfirlýsingunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert