Um 5.000 Íslendingar hafa sótt um miða á HM 2018

Tólfan fer til Rússlands.
Tólfan fer til Rússlands. mbl.is/Golli

Mikill áhugi er meðal Íslendinga á að næla sér í miða á leiki á HM í Rússlandi næsta sumar. Annar hluti miðasölunnar hófst á heimasíðu FIFA á þriðjudagsmorgun og fótboltaóðir Íslendingar biðu ekki boðanna.

Alls sóttu Íslendingar um 3.550 miða fyrstu 24 tímana eftir að salan hófst. Þetta staðfestir talsmaður hjá FIFA í Morgunblaðinu í dag.

Morgunblaðið spurðist einnig fyrir um hversu margir Íslendingar hefðu sótt um miða í fyrsta hluta miðasölunnar. Ekki lá fyrir hverjir mótherjar Íslands í keppninni væru né hvenær eða hvar leikið yrði. Þó vantaði ekki áhugann. Samkvæmt upplýsingum frá FIFA var Íslendingum alls úthlutað 1.365 miðum í fyrsta hluta miðasölunnar. Það þýðir að rétt tæplega fimm þúsund Íslendingar hafa nú sótt um miða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert