Útvarpsbylgjur frá Úlfarsfelli

lBráðabirgðamannvirkin á Úlfarsfelli og sendiloftnet þeirra séð úr lofti. Horft …
lBráðabirgðamannvirkin á Úlfarsfelli og sendiloftnet þeirra séð úr lofti. Horft er úr suðaustri yfir Sundin. Reisa þarf öflugri mannvirki á fjallinu. Ljósmynd/Verkfræðistofa BV

Borgarráð hefur samþykkt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar um að hafin verði kynning og umsagnarferli að nýju deiliskipulagi á kolli Úlfarsfells. Fyrirtækið Fjarskipti hf. (Vodafone) hefur sótt um leyfi til að setja upp fjarskiptastöð á fjallinu.

Íbúðabyggð hefur þrengt að möstrum á Rjúpnahæð og Vatnsenda og mikilvægt er talið að finna hentugan stað fyrir útvarpssenda.

Úlfarsfell liggur á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og skiptist það nokkuð jafnt á milli sveitarfélaganna. Fjarskipti hf. hafa lagt fyrir borgina lýsingu á nýju deiliskipulagi sem unnin er af Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar. Samkvæmt henni á skipulagsferlinu að ljúka um mitt ár 2018.

Útvarpsrekstur á Íslandi hófst fyrir alvöru í árslok 1930 þegar Ríkisútvarpið hóf útsendingar sínar. Sendingarnar voru á langbylgju og var sendistöðin staðsett á Vatnsendahæð þar sem reist höfðu verið tvö 150 metra há stálmöstur vegna sendinganna. Seinna hófust FM-útvarpssendingar, en þær eru nú allsráðandi í útvarpsþjónustu þótt langbylgjusendingum sé enn viðhaldið. Lengst af var höfuðborgarsvæðinu að mestu leyti þjónað með sendibúnaði á Vatnsendahvarfi og Rjúpnahæð í Kópavogi,“ að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert