„Var valin vegna þess að ég er kona“

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segist hafa glímt ...
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segist hafa glímt við ansi margar árásir í gegnum árin en sýruárás á heimili hennar árið 2009 hafi verið sú svæsnasta. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Lögregla og önnur yfirvöld brugðust þegar sýruárás var gerð á heimili Rannveigar Rist, forstjóra Rio Tinto á Íslandi. Það er hennar mat á atburðunum sem áttu sér stað sumarið 2009. Þá segir hún að árásin hafi beinst gegn henni vegna kyns hennar.   

Rannveig rifjaði upp árásina og eftirmála hennar í viðtali í Kastljósi á Rúv í kvöld.

„Þetta var í ágústmánuði 2009 og við vorum í sumarfríi öll fjölskyldan og vorum heima. Við förum niður og sjáum að það er búið að setja mikið af grænni málningu á húsið og innganginn og það stóð: hér býr illvirki. Þetta var málað á veggina og sérstaklega undir gluggana þar sem börnin sváfu. Þannig að svolítið eins og það væri búið að stúdera húsið,“ sagði Rannveig.

Fékk sár í andlitið vegna sýrunnar

Rannveig fann skrýtna lykt fyrir utan heimilið en gerði sér ekki grein fyrir í fyrstu að sýru hafði verið skvett yfir bíl hennar. „Ég opnaði bílinn vegna þess að hann var allur út í einhverju, það var svona eins og lakkið væri að hluta til uppleyst, en það var allt þurrt svo við sáum ekki strax að þetta væri sýra. Ég opnaði bílinn og í hurðarfalsinu var greinilega vatn, þannig að það var vatnsblönduð sýra sem var í falsinu, það komu dropar í andlitið á mér og ég fékk sár af þeim. Ég var heppin að fá þá ekki í augun. En ég fékk sár í andlitið sem ég átti í dálítið lengi, þannig að þetta var býsna alvarleg árás.“

Rannveig sagði að það hafi verið auðséð að árásin beindist gegn henni. „Það sáu það allir í áliðnaðinum að ég var valin vegna þess að ég er kona. [...] ég var eina konan sem stýrði álfyrirtæki og þess vegna varð ég sjálfsagt fyrir valinu.“

Rannveig kærði árásina en málið var fellt niður í tvígang. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í Kastljósi, tókst ekki að afla nægra sönnunargagna til að sýna fram á hverjir voru að verki á heimili Rannveigar og því var málið látið niður falla.

Skrýtið að árásin hafi ekki verið tekin alvarlega

Þegar hún lítur til baka segir hún að almennur ótti hafi verið í þjóðfélaginu á þessum tíma. „Það er mjög skrýtið að svona árás skuli ekki vera tekin mjög föstum tökum og alvarlega. Mér fannst mjög merkilegt að það var stór samkoma hér nokkrum árum síðar þar sem var verið að mótmæla sýruárásum í fjarlægum löndum, en það skyldi enginn mótmæla þegar slík árás var gerð hér.“

Rannveig segist hafa glímt við ansi margar árásir í gegnum árin en sýruárásin hafi verið sú svæsnasta. „Þetta var mjög óvænt og mikið högg. Það var gasalegt að eiga við þetta eftir á, gagnvart fjölskyldunni, vinum og nágrönnum.“

Áfallið sem Rannveig upplifði tengdist einnig viðbrögðunum, eða skorti á þeim, eftir árásina. „Þetta var mikið áfall og áfall að sjá að það var enginn sem stóð upp og stöðvaði þetta eða gerði aðgerðir í að finna út hvernig þetta gat gerst og tók á því. Það fannst mér líka vera talsvert áfall.“

Rannveig telur að mikilvægt sé að þjóðfélagið sammælist um að árásir líkt og hún varð fyrir verði ekki liðnar. „Við sem þjóðfélag ættum að reyna að sameinast um það að það er ekki í lagi að beita árásum eða sýru, eða að fara heim til fólks. Það ætti að vera grundvallarsamkomulag í þjóðfélaginu að svona ætti ekki að vera liðið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja rafræna fylgiseðla lyfja

10:55 Lyfjastofnun Evrópu er með til skoðunar hvernig nota megi rafrænar leiðir til að miðla upplýsingum um lyf til sjúklinga á öruggan hátt. Á norrænum vettvangi er rætt um að Norðurlandaþjóðirnar sækist sameiginlega eftir því að fá reglum Evrópusambandsins breytt þannig að heimilt verði að selja lyf með rafrænum fylgiseðlum. Meira »

Veginum sennilega sjaldan eins vel sinnt

10:40 „Það er guðsmildi að ungmennin hafi ekki slasast við þennan útafakstur. Það væri langsótt að ætla að rekja orsök slyssins til vetrarþjónustunnar því sennilega hefur henni sjaldan verið eins vel sinnt og verið hefur það sem af er vetri, þó alltaf megi gera betur.“ Meira »

Giljagaur verslar á netinu

10:35 Jólasveinninn Giljagaur hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að hann hyggist ekki fara að tillögum jólagjafaráðs um hvað hann eigi að gefa í skóinn. Hann er þar með annar íslenski jólasveinninn sem tekur afstöðu gegn jólasveinaráði. Meira »

Formaður VR hvetur til mótmæla

10:28 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur hvatt til þess að mótmæli fari fram á föstudaginn fyrir utan húsnæði eignarhaldsfélagsins Klakka vegna fregna um bónusgreiðslur níu starfsmanna og stjórnarmanna í félaginu. Meira »

Jólaverslun hefur gengið vel

08:18 Jólaverslun í Kringlunni og Smáralind fór snemma af stað í ár og hefur gengið mjög vel það sem af er desember. „Það er rúmlega 4% aukning í aðsókn fyrstu tíu dagana í desember,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Meira »

Tryggir valfrelsi launþega

07:57 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafa lagt fram sameiginlega tillögu á útfærslu tilgreindrar séreignar. Það gerðu þeir á fundi með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á mánudaginn. Meira »

Landhelgisgæslan þarf léttabát

07:37 Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í nýjan léttabát fyrir varðskipið Tý. Óskað er eftir bát sem er 7,5-8,5 metrar að lengd, gengur allt að 32 hnúta og tekur 20 farþega þegar mest er. Meira »

Hrikalega hált víða

07:38 Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum og snjóþekja á stöku stað. Flughált er í Ísafjarðardjúpi, á Innstrandavegi, í Dýrafirði, í Önundarfirði, í Kollafirði og milli Reykhóla og Króksfjarðarness. Þæfingur er á Þröskuldum en ófært er yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar. Meira »

Versnandi veður í kortunum

06:49 Nú snýst aftur í norðlægar áttir með éljum og kólnandi veðri. Bæði getur fryst á blautum vegum víða um land og einnig má búast við skafrenningi, einkum norðan- og austanlands. Meira »

Hafmeyjan hvílir á botni Tjarnarinnar

05:30 Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson féll af stalli sínum í Reykjavíkurtjörn í óveðrinu sem gekk yfir í byrjun nóvember síðastliðins. Meira »

Kosningaferli endurtekið frá byrjun

05:30 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að ógilda kosningu vígslubiskups í Skálholtsumdæmi og einnig tilnefningar til vígslubiskupskjörs sem áður höfðu farið fram. Meira »

Grunnur borgarlínu veikur

05:30 Margt í tillögum um borgarlínu byggist á veikum grunni og gæti svo farið að farið verði út í mjög vafasamt samgöngukerfi.  Meira »

Andlát: Þröstur Sigtryggsson skipherra

05:30 Þröstur Sigtryggsson skipherra lést síðastliðinn laugardag, 9. desember. Hann var fæddur 7. júlí 1929, sonur hjónanna Hjaltlínu Margrétar Guðjónsdóttur, kennara og húsfreyju frá Brekku á Ingjaldssandi, og séra Sigtryggs Guðlaugssonar, prests og skólastjóra á Núpi í Dýrafirði. Bróðir Þrastar var Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri. Meira »

RÚV hefur frestað afborgunum af láni

05:30 Hagnaður af rekstri RÚV mun að óbreyttu ekki duga til að greiða niður allar skuldir félagsins. RÚV skuldaði um 5,9 milljarða um mitt þetta ár. Meira »

Fyrsta nýsmíðin fyrir Vísismenn frá byrjun

05:30 Forsvarsmenn Vísis hf. í Grindavík skrifuðu í gær undir samning um nýsmíði á 45 metra löngu og 10,5 metra breiðu línuskipi við skipasmíðastöðina Alkor í Póllandi. Meira »

Vantar tvö þúsund íbúðir

05:30 Samtök atvinnulífsins telja að í árslok 2016 hafi skort a.m.k. tvö þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í nýrri greiningu frá efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins Meira »

Árangur í baráttunni

05:30 Baráttan gegn spillingu á Íslandi hefur skilað árangri en þörf er á meira gagnsæi í upplýsingum um fjármál þingmanna.  Meira »

Ögurvík endurnýjar Vigra RE-71

05:30 Útgerð Ögurvíkur hefur ákveðið að setja frystitogarann Vigra RE 71 á sölu. „Við héldum fund með áhöfninni í sl. viku, skipið er í slipp núna. Við tilkynntum að við hefðum hug á að endurnýja skipið, þ.e. setja Vigra á sölu og finna annað skip í staðinn.“ Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Volvo Penta kad 32 til sölu
Volvo Penta kad 32 170 hp með dp drifum árg. 2000. Vélar í toppstandi, gangtímar...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY: 21/7-19/8), 3/...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...