Varað við ólöglegum pakkaferðum á HM í Rússlandi

Ferðaskrifstofum ber skylda til að hafa sérstaka tryggingu komi til …
Ferðaskrifstofum ber skylda til að hafa sérstaka tryggingu komi til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar. mbl.is/Golli

„Við sáum það í kringum EM í fyrra að þá fóru ýmsir af stað að selja svona ferðir sem þekktu ekki til. Við erum í raun bara að vekja athygli þeirra sem fá frábærar hugmyndir í kollinn, eins og sagt er. Eins og þær að fara með hóp af mönnum og konum til Rússlands,“ segir Elías Bj. Gíslason, settur ferðamálastjóri.

Vakin er athygli á því á vef Ferðamálastofu að sala pakkaferða, svokallaðra alferða, sé leyfisskyld. Beinir Ferðamálastofa því til fólks að kaupa pakkaferðir af handhöfum ferðaskrifstofuleyfa. Aðeins þeir megi selja slíkar ferðir til almennings. Er fólk hvatt til að kynna sér lista yfir leyfishafa á vef Ferðamálastofu áður en ferðir eru keyptar.

Elías segir í samtali í Morgunblaðinu í dag að þessi aðvörun sé sett fram núna, þegar margir huga að ferðum á HM í Rússlandi næsta sumar. Ekki hafi enn komið upp slík tilvik í tengslum við HM en þau koma þó reglulega upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert