4,1 stigs skjálfti í Bárðarbungu

Sigketill í Bárðarbungu.
Sigketill í Bárðarbungu. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti sem mældist 4,1 stig varð í Bárðarbungu í Vatnajökli klukkan 6.19 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu og eru jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands nú að fara yfir þau gögn sem hafa borist. Stærsti skjálftinn varð sunnan megin í Bárðarbunguöskjunni. Annar snarpur skjálfti, 2,8 stig, mældist í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru engin merki um gosóróa samhliða skjálftunum í morgun.

Mæl­ing­ar jarðvís­inda­manna við Há­skóla Íslands benda til að í syðri sig­katli Bárðarbungu séu um 100 metr­ar niður á vatn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert