Áreitnin tekin fyrir

Konur úr fjölmörgun stéttum hafa stigið fram hér á landi …
Konur úr fjölmörgun stéttum hafa stigið fram hér á landi að undanförnu og deilt upplifun sinni af kynferðislegri áreitni.

Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum hefur verið rætt á vettvangi verkalýðsfélaganna.

ASÍ og SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu hafa látið gera kannanir meðal félagsmanna sinna þar sem spurt er m.a. út í ofbeldi og kynferðislega áreitni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, afar brýnt að aðildarfélögin séu vel meðvituð um ástandið og kortleggi það, auk þess að hafa úrræði til að taka á móti og styðja við bakið á þeim sem verða fyrir ofbeldi eða áreitni á vinnustöðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert