Bæjarstjóri tók „selfie“ með jólasveininum

Jólasveinarnir kunnu vel að meta að fá að vera á …
Jólasveinarnir kunnu vel að meta að fá að vera á mynd með sjálfum bæjarstjóranum. mbl.is/Árni Sæberg

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, var meðal þeirra sem hittu jólasveinana í Hamrahlíð í bænum í dag er jólaskógurinn var formlega opnaður. Eftir að hafa klippt á borða og opnað skóginn brá hann á leik með sveinunum og smellti í eina „selfie“ með þeim.

Haraldur hjó einnig fyrsta tréð í skóginum að þessu sinni. 

Margt er um að vera í jólaskóginum í Mosfellsbæ í dag. Steiktar verða lummur og boðið upp á rjúkandi heitt skógarkaffi og súkkulaði. Eldsmiður er að störfum í skóginum auk þess sem fjársjóðsleit fer fram.

Sjá nánar hér.

Jólasveinarnir voru í miklu stuði í Hamrahlíðinni í dag.
Jólasveinarnir voru í miklu stuði í Hamrahlíðinni í dag. mbl.is/Árni Sæberg
Allir vildu fá mynd af sér með jólasveinunum hressu.
Allir vildu fá mynd af sér með jólasveinunum hressu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert