Eldsvoði reyndist vera stafrænn arineldur

Tilkynning um eld í heimahúsi reyndist vera notaleg fjölskyldustund við …
Tilkynning um eld í heimahúsi reyndist vera notaleg fjölskyldustund við stafrænan arineld. Skjáskot/Youtube

Allt tiltækt slökkvilið á þremur slökkvistöðvum á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli í Bryggjuhverfinu um hádegisbil í dag.

Kona hafði hringt og tilkynnt um eld sem hún hafði orðið vör við í glugga hjá nágranna sínum.

Við nánari athugun kom hins vegar í ljós að eldurinn reyndist vera myndband af arineldi á 65 tommu sjónvarpsskjá. Um stafrænan eld var því að ræða og engin hætta á ferðum. „Þetta reyndist bara vera falleg stund hjá fólkinu og ekkert um að vera,“ segir vakthafandi slökkviliðsmaður í samtali við mbl.is.

Ekkert varð því úr útkallinu og slökkviliðsmennirnir héldu aftur hver á sína stöð.

Á Youtube má nálgast fjölmörg myndbönd af arineldi: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert