Fjölgun á boðunarlista

Fullnýtt mun fangelsið á Hólmsheiði taka alls 56 fanga og …
Fullnýtt mun fangelsið á Hólmsheiði taka alls 56 fanga og standa vonir til þess að svo megi verða mjög fljótlega. Árni Sæberg

Alls um 580 manns eru í dag á boðunarlista vegna afplánunar á óskilorðsbundnum fangelsisdómum.

Ástæða þess að 70 til 80 fleiri eru á listanum nú en var fyrir réttu ári er, að sögn Páls Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunar, að ein af byggingunum í fangelsinu á Litla-Hrauni var úr notkun í sumar vegna endurbóta og munaði um að 22 fangarými voru ekki í notkun. Þá er fangelsið á Hólmsheiði ofan við Reykjavík, sem tekur 56 fanga, enn ekki komið í fulla starfsemi.

„Það fólk sem þarf að afplána langa óskilorðsbundna dóma fyrir alvarleg brot er í forgangi og tekið fyrst inn. Fólk sem þarf að sitja inni í kannski þrjá til tólf mánuði er aftar á listanum,“ segir Páll Winkel í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert